Hart tekist á um risaframkvæmd gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi

Kostnaður vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi hefur farið langt fram úr áætlunum og mun kosta 5.3 milljarða króna en upprunalega átti kosnaðurinn að vera upp á 3,7 milljarða. Verkefnið er hið stærsta fyrr og síðar sem Sorpa hefur farið í og er nefnt GAJA.

Eigendur Sorpu eru 6 sveitarfélög: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes en borgin á 60 prósent í fyrirtækinu. Stjórn Sorpu er skipuð pólitískum fulltrúum úr þessum bæjarstjórnum.

Með stöðinni á að hætta urðun 95 prósent heimilissorps en stöðin verður opnuð þann 16.júní næstkomandi.

Margt er óljóst með afurðirnar, moltuna og Metangasið, bæði hvað varðar gæði moltunnar og hvernig gasið getur nýst en ætlunin hefur verið að nota það til orkugjafa, til dæmis ökutækja. Óvissan snýr ekki síst að þeirri tækni sem notuð er en sambærileg verksmiðja í Elverum í Noregi var misheppnuð og lokaði 5 árum eftir opnun með gríðarlegum kostnaði fyrir sveitarfélagið þar.

Líf Magneudóttir, varaformaður stjórnar Sorpu og fulltrúi VG í meirihlutanum í Reykjavík og Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn mættu í 21 og ræddu þetta.

Líf segir að ábyrgð stjórnar Sorpu liggi í því að verkinu var haldið áfram þrátt fyrir örðugleika sem komu fram í frammúrkeyrslu kostnaðar. Einnig að stjórnin hafi gripið inn í og fengi innri endurskoðun borgarinnar til að taka út starfshætti ráðamanna sorpu en niðurstaðan í skýrslu sem var gerð var mjög neikvæð gagnvart framkvæmdastjóra fyrirtæksins sem var látin hætta störfum.

„Við ætlum að koma hringrásarhagkerfinu í gott gagn og við ætlum að hætta að urða fyrir 2020 og þá skiptir gas- og jarðgerðarstöðin í megin máli í því“.

Varðandi ábyrgð stjórnar Sorpu segir Líf einnig: „Við höfum við axlað ábyrgð með því að halda verkinu áfram og klára það vegna þess að þetta skiptir höfuðmáli í úrgangsstjórnun og þetta er ákvörðun sem var tekin 2006, þannig að við sem tökum við í stjórn í upphafi kjörtímabilsins, ég og Birkir Jón formaður stjórnar, höfum tekið ábyrgð á að hún rísi og komist í gagnið“.

Hún segir að stjórn Sorpu hafi beðið um skýrslu frá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar um leið og ljóst var að þessi frammúrkeyrsla í kostnaði átti sér stað.

Um hvort ekki hefði mátt bregðast fyrr við, áður en til þurfti skýrslu frá innri endurskoðun borgarinnar.

„Við, núverandi stjórn fylgdumst með enda gripum við í taumana og settum allt af stað varðandi endurskipulagningu fyrirtækisins“.

Um hvort það hafi verið stjórnin á undan þessari sem nú situr hafi sofið á verðinum segir Líf að rekja megi málið til 2006 þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn í borginni og hann komi í upphafi að þessari ákvörðun. Allir eigi að axla ábyrgð saman á því að koma þessari stöð í gang.

Spurningin um hvort stjórnarmenn Sorpu séu kannski ekki með þekkingu á jafn flóknum málum og þar eru unnin og stjórnmálamenn séu máske ekki best til þess fallnir að vera í slíkri stjórn segir Eyþór að það virðist vera svo.

„Svo hlaupast þeir undan ábyrgðinni þegar vondu fréttirnar eru en klippa á borða þegar vel gengur. Það er náttúrulega margs konar aðkoma stjórnmálamanna að þessari framkvæmd, bæði í stjórn, þar er Reykjavíkuborg með einn fulltrúa, ætti náttúrulega að hafa fleiri og við þar af leiðandi í minnihlutanum enga aðkomu að þessu. En síðan er eigendavettvangur þar sem meiriháttar ákvarðanir varðandi Sorpu eru teknar á vettvangi eigenda, og þar er borgarstjóri og þetta er allt gert til að passa upp á að Sorpa geri ekki mistök og það eru fengir eftirlitsaðilar“, segir Eyþór.

„En það virðist eiginlega allt klikka sem klikkað getur. Það var varað við þessu lengi vel og af því það er nefnt árið 2006 að ég heyrði í Stefáni Gíslasyni, umhverfisskipulagsfræðingi í gær og hann nefndi að það var varað við þessu frá árinu 2006, hættum á bæði tækninni en líka þeirri aðferðarfræði að flokka ekki sorp nægilega vel“, bætir Eyþór við.

Meira í þættinum 21 sem er á dagskrá á milli 21 og 21.30 alla virka daga.