Hringbraut skrifar

Hannes vildi reka transbarn úr landi: „hvenær fáum við að vera í friði[...] hvenær linnir þessu tilfinningaklámi?“

17. febrúar 2020
00:00
Fréttir & pistlar

Á sama tíma og margir fagna þeirri ákvörðun yfirvalda að fresta tímabundið brottflutningi Maní, 17 ára transdrengs er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn af hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins ösku illur yfir því að drengurinn og fjölskylda hans sé ekki hent úr landi. Maní hefur leitað skjóls á Barnaspítala Hringsins og harðneituðu læknar að Maní, sem óttast um líf sitt, væri í nokkru ástandi til að fara. Hannes er hins vegar afar ósáttur við að ákvörðun um brottflutning drengs, sem læknar telja að sé lasinn, sé ekki fylgt. Hannes segir:

„Hvenær linnir þessu tilfinningaklámi? Hvenær fáum við að vera í friði hér úti á þessari eyju í Dumbshafi og höfum aldrei gert neinum neitt mein?“

Hannes bætir við að yfirvöld hljóti að fara eftir reglum fái þau ráðrúm til þess. Einar Steingrímsson stærðfræðingur bendir á að yfirvöld séu ekki að fara eftir reglum heldur brjóta lög og vísar í lög á Alþingis þar segir segir:

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.“

Þá bætir Einar við að Hannes sé að afhjúpa mannvonsku sína og hræsni.

Þessi svarar Hannes: „Óskaplega hlýtur að vera gott (og ódýrt) að vera góður fyrir annarra manna fé!“ Þá segir Hannes á öðrum stað: „Þetta er allt komið út í einhverja vitleysu, og þyngstu ábyrgðina bera ef til vill samkennarar mínir á Félagsvísindasviði.“