Hanna Björg vill leggja víkingaklappið niður á kappleikjum

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, veltir fyrir sér hvort að kominn sé tími á að leggja víkingaklappinu sem hefur fylgt íslenskum landsliðum undanfarin ár.

Hanna slær upp þessum vangaveltum á Twitter-færslu sinni í dag.

Víkingaklappið varð heimsfrægt árið 2016 eftir frækinn sigur karlalandsliðsins í knattspyrnu á Englandi á Evrópumótinu. Í kjölfarið af því hófu stuðningsmannalið Íslands iðulega að taka víkingaklappið, liðum Íslands til stuðnings.

Undanfarna mánuði hafa þolendur stigið fram og greint frá ofbeldi af hálfu leikmanna karlalandsliðsins en Hanna Björg segir því tilefni að hætta að lýsa yfir stuðningi við íslensk lið með þessum hætti.