Hallgrímur býst við að skattamál sín verði í Mogganum: „Ég heyrði greinilega í brosi siðfræðingsins á bakvið“

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Hallgrímur Helgason segir að hann búist við því að skattamálum hans verði slegið upp í Morgunblaðinu, af orðum hans að dæma verði það í eins konar hefndarskyni fyrir gagnrýni sína á útgerðarfyrirtækið Samherja.

Hallgrímur segir á Twitter að blaðamaður frá Morgunblaðinu, sem Hallgrímur segi að jafngildi því að starfa frá Samherja, hafi hringt í sig út af tísti sem Hallgrímur skrifaði nýverið um um Sigur Rós og Samherja. „Á ekki að rannsaka öll skattalagabrot?,“ mun blaðamaðurinn hafa spurt.

Tíst Hallgríms frá því í síðustu viku vakti mikla athygli, þar gagnrýndi hann að skattalagabrot meðlimi hljómsveitarinnar Sigur Rósar væru ofar á forgangslista yfirvalda á Íslandi en meint brot Samherja.

Hallgrímur segir að blaðamaðurinn hafi verið kurteis við sig. „Hann var kurteis en ég heyrði greinilega í brosi siðfræðingsins á bakvið,“ segir hann og vísar til Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins.

Hallgrímur á von á umfjöllun um sín mál. „Nú verður mínum litlu skattamálum slegið upp í Mogga og ég leiddur út skattalöggubíl í lok dags.“