Hall­dór ó­sáttur: Eldri borgarar snuðaðir um milljarða – Er þetta sann­gjarnt?

22. janúar 2021
18:00
Fréttir & pistlar

„Getur verið að al­þingis­menn átti sig ekki á því hvernig kerfið er út­hugsað með öllum þessum skerðingum, sem verður að breyta með lögum, ef við viljum búa í réttar­ríki, þar sem sann­girni ríkir?“

Þetta segir Hall­dór Gunnars­son, for­maður kjara­ráðs Fé­lags eldri borgara í Rang­ár­vallar­sýslu og einn af stofn­endum Flokks fólksins, í grein í Morgun­blaðinu í dag.

Hall­dór segir að stjórn­mála­menn hafi mark­visst unnið að því að koma í veg fyrir að lífs­kjör eldri borgara hækki í saman­burði við laun og lífs­gæði annarra í landinu. „Lof­orð flokka í ríkis­stjórnum undan­farin 12 ár um bættan hag, hafa reynst orð­skrúð og mark­leysa,“ segir hann og telur upp nokkur at­riði máli sínu til stuðnings:

  1. Líf­eyris­greiðslur til eldri borgara eru skatt­lagðar sem al­mennar tekjur með allt að 45% skatti, þótt stór hluti af því fé, sem sjóð­fé­laginn á í við­komandi líf­eyris­sjóði, hafi orðið til vegna vaxta og annarra hækkana fjár­magns, og ætti því að skatt­leggjast sem fjár­magns­tekjur, þ.e. með 22% skatti.
  2. Greiðslur frá Trygginga­stofnun ríkisins (TR) skerðast um 45% á móti líf­eyris­sjóðs­greiðslum um­fram kr 25.000 á mánuði og vinnu­launum um­fram kr. 100.000 á mánuði. Til við­bótar þeirri skerðingu á greiðslum frá TR, reiknast tekju­skattur á líf­eyris­greiðslurnar og vinnu­launin, þannig að skerðingin og skatturinn af greiðslum um­fram frí­tekju­markið geta numið allt að 81,9%. Hver er til­búinn að vinna við þá ó­sann­girni gagn­vart því sem ætti að vera grund­vallar­at­riði hjá hverju lýð­ræðis­þjóð­fé­lagi; að fá að vinna til launa sér til bjargar frá fá­tækt og borga af því skatt eins og aðrir, en ekki til við­bótar með skerðingu, þannig að nær ekkert sé eftir?
  3. Ofan­greindar við­miðanir um skerðingar hafa verið ó­breyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísi­tölum og verð­bólgu, þá ættu við­miðunar­fjár­hæðir vegna frí­tekju­marks að hækka ár­lega miðað við það. Þessar ó­breyttu skerðingar á greiðslum frá TR, eru því ekkert annað en lækkun á greiðslu­stöðu þessa fólks til lífs­bjargar, þeirra sem minnst fá.
  4. Á­kvörðun um að skerða með sama hætti desem­ber­upp­bót og sumar­or­lof, sem TR greiðir til eldri borgara, var skerðing. 2008 var samið um að allir fengju þetta sem upp­bót á laun, tryggingar­greiðslur og bætur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samninga, að skerðingum yrði við­haldið ár­lega síðan?
  5. Skatt­leysis­mörkin voru lækkuð um kr. 3.836 á mánuði, eins og reyndar var einnig gert á síðasta ári, í bæði skiptin án um­fjöllunar, sem sannar­lega bitnar mest á þeim sem minnst hafa og er því skerðing. Grunn­líf­eyrir hækkaði 1. janúar um 6,1% í kr. 266.033 á mánuði. Hækkunin var skil­greind 3,6%, miðað við ó­skiljan­legan út­reikning hækkunar, lík­lega frá 2019, að við­bættri 2,5% hækkun, sem sam­bæri­legir hópar fengu að lág­marki, vegna sömu hækkana á föstum auka­tekjum ríkis­sjóðs og sveitar­fé­laga 2021, sem voru þó víða hærri, svo sem á sorp­hirðu­gjöldum og póst­burðar­gjöldum. Hækkun TR frá 1. janúar 2021 reyndist vera um kr. 10.000 á mánuði, sem eftir skatt­lagningu og með lækkuðum per­sónu­af­slætti skilja eftir af greiðslu TR, kr. 198.986, en hjá ein­stæðingum með heimilis­upp­bót kr. 245.270. Þannig er við­haldið stefnu ríkis­stjórna frá hruni 2008 að lækka ár­lega verð­gildi greiðslna TR og til við­bótar að við­halda skatt­lagningu lág­marks­greiðslna til sárrar fá­tæktar. Hvernig getur það verið sann­gjarnt saman­borið við krónu­tölu­hækkanir sem aðrir hafa notið árið 2020 eða við lífs­kjara­samninga þá og einnig þetta ár, á­samt öðrum launa­hækkunum?

Hall­dór segir að skerðingar á eldri borgara nemi mörgum milljörðum króna á ári. Vísar hann til þess að árið 2017 hefðu greiðslur án skerðinga átt að kosta ríkið 101,9 milljarða króna en það ár greiddi ríkis­sjóður út 66,9 milljarða í elli­líf­eyri og heimilis­upp­bót.

„Skerðingarnar spöruðu ríkis­sjóði því um 35 milljarða það ár. Þar af spöruðu skerðingarnar vegna líf­eyris­sjóðs­greiðslnanna lík­lega um 70% af þeirri upp­hæð eða um 24 milljarða. Hvað skyldi upp­hæðin hafa verið á síðasta ári, vegna á­unninna réttinda eldri borgara, sem Al­þingi með ó­lögum heimilar að séu teknar af lög­bundnum sparnaði ein­stak­linga allt frá 1969? Getur verið að al­þingis­menn átti sig ekki á því hvernig kerfið er út­hugsað með öllum þessum skerðingum, sem verður að breyta með lögum, ef við viljum búa í réttar­ríki, þar sem sann­girni ríkir?“

Hall­dór endar grein sína með því að benda á að 32 þúsund af um 43 þúsund eldri borgurum fái greiðslur frá TR. Líf­eyris­sjóðs­greiðslur og aðrar tekjur, sem skerða greiðslur TR séu stig­hækkandi greiðslur frá 0 krónum upp í um 540.000 krónur á mánuði.

„Þeir sem fá hærri greiðslur, um 5 þúsund eldri borgarar, mynda þann hóp sem hækkar meðal­talið, þegar vitnað er um bætt kjör hjá eldri borgurum. Þá eru lík­lega ekki taldir með um 6 þúsund eldri borgarar sem fá greitt langt innan við lág­marks­greiðslur TR. Um helmingur þeirra er á elli- og hjúkrunar­heimilum og annar helmingur án fullra réttinda til elli­líf­eyris, s.s. inn­flytj­endur og Ís­lendingar, sem hafa búið hluta ævi sinnar er­lendis. Hvað um stöðu þeirra? Býr þessi hópur ef til vill einnig við skerðingar á greiðslum og þá með mikilli ó­sann­girni?“