Hagkaup aflýsir Dönskum dögum: „Nánari tilkynning kemur síðar í takt við líðan þjóðarinnar“

Matvörurisinn Hagkaup hefur aflýst Dönskum dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir:

„Kæru viðskiptavinir. Í ljósi aðstæðna teljum við að landinn sé ekki alveg tilbúinn í Danska daga svo við höfum ákveðið að fresta þeim um óákveðin tíma.“

Þá segir einnig:
„Nánari tilkynning kemur síðar í takt við líðan þjóðarinnar.“

Er vísað í grátlegt tapa Dana á móti Frökkum á EM í handbolta í gær sem varð til þess að Ísland komst ekki í undanúrslit. Hafa margir kallað eftir því að danska verði tekin af aðalnámskrá grunnskóla og að krúnan verði tekin af Alþingishúsinu.