Gylfi furðar sig á Skólamat: „Lítur talsvert betur út á matseðlinum!“

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi ráðherra, er ekki par sáttur við fyrirtækið Skólamat. Í íbúahópi Seltjarnarness kallar hann fyrirtækið Skóla„mat“ með gæsalöppum utan um orðið „mat“.

gyld.jpg

„Nemendur í Valhúsaskóla fá að njóta þessara kræsinga en þær koma frá Skólamat. Þetta heitir víst „Hakkréttur með kartöflumús“,“ segir Gylfi, sem er einnig prófessor við Háskóla Íslands.

Var honum bent á hvernig rétturinn lítur út á matseðlinum.

skólam.jpg

Gylfi segir: „Lítur talsvert betur út á matseðlinum!“