Gunnar: Stjórn­mála­menn nú til dags latir og veigra sér við að taka á­kvarðanir

„Nú er starf þing­manna orðið þægi­leg og vel launuð inni­vinna, á­samt upp­hitaðri skrif­stofu með að­stoðar­menn á hverjum fingri,“ segir Gunnar I. Birgis­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri í Kópa­vogi, í at­hyglis­verðum pistli sem birtist í Morgun­blaðinu um helgina.

Eins og kunnugt er sat Gunnar á þingi fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn á árunum 1999 til 2006, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar ef marka má skrif hans.

„Stjórn­mála­flokkarnir á Al­þingi eru allir sam­mála um eitt mál, sem er sí­vaxandi fram­lög úr ríkis­sjóði til stjórn­mála­flokkanna óháð stöðu ríkis­sjóðs á hverjum tíma. Þessi fjáraustur til stjórn­mála­flokkanna er gerður á þeim for­sendum að styðja við lýð­ræðis­lega um­ræðu í þjóð­fé­laginu. Stjórn­mála­flokkarnir eru greini­lega hættir við að fjár­magna sig með fram­lögum frá flokks­mönnum og fyrir­tækjum.“

Gunnar segir að Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi eitt sinn haft mikla sér­stöðu hvað þetta varðar, en þar hafi verið byggt upp öflugt styrktar­manna­kerfi sem fjár­magnaði starf­semi flokksins að miklu leyti.

„Í dag er staðan sú að þetta fyrir­komu­lag er nánast liðið undir lok. Aftur á móti hafa vinstri flokkarnir aldrei haft nennu eða getu til að safna fé til reksturs utan gömlu kommanna í Al­þýðu­banda­laginu sem skildu þetta. Þá má einnig nefna að sveitar­fé­lögin láta fjár­muni renna til stjórn­mála­flokkanna. Nú er starf þing­manna orðið þægi­leg og vel launuð inni­vinna, á­samt upp­hitaðri skrif­stofu með að­stoðar­menn á hverjum fingri. Topp­sætið í þessari veg­ferð á minnsti þing­flokkurinn, sem í eru tveir þing­menn, með þrjá starfs­menn. Allt á kostnað skatt­greið­enda,“ segir Gunnar.

Hann segir að þrátt fyrir þessa veg­legu fjár­hags­að­stoð frá skatt­greið­endum, yfir 700 milljónir króna, auk fjölda að­stoðar­manna, sé erfitt að sjá að þetta hafi haft í för með sér aukna skil­virkni.

„Flestir stjórn­mála­flokkanna leita nú inn á miðjuna og troða þar mar­vaðann. Ein­staka þing­menn hafa þó ekki gleymt á hvaða gildum flokkar þeirra voru stofnaðir og nokkrir þeirra við­halda virku sam­bandi við kjós­endur, sem ekki er til vin­sælda fallið hjá miðju­moðs­fólkinu,“ segir Gunnar sem heldur á­fram að gagn­rýna stjórn­mála­menn dagsins í dag.

„Annað sem vekur at­hygli er á­kvarðana­töku­fælni stjórn­mála­manna. En hvað gera menn þá? Jú, stofna nefndir, hægri­vinstri, til að komast hjá því að þurfa að taka á­kvarðanir. Nær þrjú hundruð nefndir hafa verið settar á lag­girnar af yfir­völdum og Al­þingi á þessu kjör­tíma­bili. Með þessu lagi veltur stjórn­kerfið ein­hvern vegin á­fram út og suður, austur eða vestur, á­fram eða aftur á bak. Em­bættis­manna­kerfið ræður því för og stjórn­mála­mennirnir láta þetta sér vel líka,“ segir Gunnar sem hefur á­kveðnar á­hyggjur af þessu.

„Ég sæi til dæmis fyrir mér, sem góða til­högun, að fjár­mála­ráð­herrann yrði ráðu­neytis­stjóri í fjár­mála­ráðu­neytinu og sam­göngu­ráð­herrann yrði for­stjóri MAST. Þessi staða er graf­alvar­leg og ef fram heldur sem horfir mun þetta enda með skelfingu. Í al­þingis­kosningunum á næsta ári verður mögu­leiki fyrir kjós­endur að veita þeim fram­bjóð­endum brautar­gengi, sem hafa kjark til að tjá sig og fara eftir grunn­gildum síns flokks.“