Gunnar Smári bjargvættur ríkisstjórnarinnar?

Framboð Gunnars Smára Egilssonar og Sósíalistaflokks hans virðist hafa haft úrslitaáhrif í þingkosningunum í síðasta mánuði þrátt fyrir að uppskera byltingarforingjans yrði rýr.Kjósendur hrukku upp við vondan draum að unnt yrði að mynda hreina vinstri stjórn að loknum kosningum með aðild flokks hans, sem í skoðanakönnunum viku fyrir kosningar stefndi í stórsigur og 5 menn kjörna á þing. Þegar flokkur Gunnars mældist með meira en 8% fylgi í skoðanakönnunum örfáum dögum fyrir kosningar, Flokkur fólksins var á uppleið og Píratar virtust ætla að fá níu menn kjörna. Hrukku þámargir við. Í kortunum var ríkisstjórn sem hefði getað litið svona út: Sósíalistaflokkur með fimm þingmenn, VG með sjö, Píratar með átta, Flokkur fólksins sex og Samfylkingin með átta. Alls 34 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn setti gríðarlegan hræðsluáróður í gangog ákall um að forðast „vinstri slysin“, sem var nokkuð skondið í ljósi þess að flokkurinn situr í vinstri stjórn undir forsæti formanns Vinstri grænna og hefur gert í fjögur ár. En vinstri grýluna greip flokkurinn á lofti og veifaði ákaft. Þessihræðsluáróður hefur virkað hjá flokknum í áratugi samfara ákalli um stöðugleika sem hefur svo ekkert verið skýrt neitt nánar, enda ekki sjáanleg fylgni milli stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og stöðugleika hins vegar. Fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn vöruðu við uppgangi Gunnars Smára og flokks hans. Flestum stóð ógn af þessu. Hann tók fylgi frá VG og raunar öllum öðrum framboðum því að stærsti flokkur landsins er ávallt flokkur óákveðinna kjósenda sem ásíðustu stundu leggja atkvæði sín á hina og þessa án þess að auðvelt sé að kortleggja það.

Fleira blandaðist inn í þessa þróun á lokadögum kosningabaráttunnar eins og árásir skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins á Kristrúnu Frostadóttur frambjóðanda Samfylkingar, sem slógu hana og flokkinn út af laginu á lokametrunum. Eins er ljóst að undarleg innkomaseðlabankastjóra, sem blandaði sér í kosningabaráttuna með órökstuddum yfirlýsingum um krónuvandann og evru,sköðuðu Viðreisn á lokametrunum kosningabaráttunnar.

Þegar óákveðnir kjósendur gerðu hug sinn á kjördag, misstu þeir margir kjarkinn og kusu gömlu flokkana og meintan „stöðugleika“, einkum Framsókn sem náði langtum betri árangri en jafnvel bjartsýnustu flokksmenn höfðu þorað að vona. Eins tókst að stöðva fylgishrun Sjálfstæðisflokks, sem tapaði þó einu prósenti og VG tapaði þremur þingmönnum en ekki fjórum líkt og skoðanakannanir gáfu til kynnaí kosningavikunni. Vinstri menn frá flokki Gunnars Smára „heim“ í VG í síðustu stundu. Ef þróunin hefði orðið önnur á lokametrunum hefði ríkisstjórnin getað fallið. Hver stjórnarflokkanna hefði hæglega getað fengið tveimur þingmönnum minna en raunin varð og stjórnin þannig endað í 31 þingmanni.

Hræðsla kjósenda við glannalegar yfirlýsingar Gunnars Smára, eins og t.d. um að “ryðja” Hæstarétt, og aðrar ofbeldisfullar hugmyndir, áttu stærstan þátt í að ríkisstjórnin hélt velli vegna stórsigurs Framsóknar sem bætti við sig fimmþingsætum – öllum að óvörum og ekki síst þeim sjálfum.

Ekki verður því betur séð en að Gunnar Smári hafi með framboði sínu afrekað það sem ríkisstjórnarflokkunum hefði aldrei tekist upp á eigin spýtur. Án hans hefði ríkisstjórnin aldrei haldið velli og hvað þá aukið við þingmeirihluta sinn. Ætla má að formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu þakklátir fyrir framboð sósíalistaforingjans.

- Ólafur Arnarson