Gulli töfraði fram sumar­eftir­réttinn í ár sem lætur engan ó­snortinn

28. maí 2020
18:00
Fréttir & pistlar

Sumrin eru þessi skemmti­legi árs­tími sem gaman er að bjóða í matar- og grill­veislur og töfra gestina með ljúffengum eftir­réttum sem toppar boðið.

Sjöfn Þórðar heim­sótti á dögunum, hinn unga og efni­lega bakara og kon­dítori, Gunn­laug Arnar Inga, sem á­vallt er kallaður Gulli í eld­húsið hjá Veislu­þjónustu Gulla Arnars. Sjöfn fékk Gulla til að svipta hulunni af því hvers vegna hann á­kvað að verða bakari og kon­dítori auk þess sem hún fékk hann til að töfra fram lit­ríkan og sumar­legan eftir­rétt. Gulli er afar list­rænn bakari og kon­dítori og er iðinn að töfra fram sæl­kera eftir­rétti, makka­rónur og kökur sem bráðna í munni og gleðja augað. Gulli töfraði fram þennan guð­dóm­lega eftir­rétt, sumar­lega og lit­ríka Panna cotta, sem lætur engan ó­snortinn. Þetta gæti verið sumar­eftir­rétturinn í ár. Inn­slagið með Gulla sjá hér:

Sumar­leg og lit­rík Panna cotta að hætti Gulla
Fyrir 6

Best er að laga þennan eftir­rétt daginn fyrir notkun og setja í 6 lítil gler glös svo litirnir á réttinum njóti sín til fulls. Upp­skriftin er í þremur lögum og kæla þarf hvert lag í um það bil 30 mínútur í ís­skáp áður næsta lag er sett yfir og svo fram­vegis.

Sól­berja­kremið (neðsta lagið)

200 g sól­berja­saft (fæst í flestum mat­vöru­verslununum)

70 g sykur

Fræ úr einni vanillu­stöng (skafa fræin úr stönginni)

3 matar­líms­blöð (leysa blöðin upp úr vatni)

200 g grísk jógúrt

Pannacotta (mið lagið)

Börkur af einni sítrónu (rifinn niður)

Fræ úr einni vanillu­stöng

240 g rjómi

1 matar­líms­blað (leysist upp í vatni)

35 g sykur

Hind­berjagel (efsta lagið)

90 g hind­berja­safi

20 g sítrónu­safi

17 g sykur

1 matar­líms­blað (leysist upp í vatni)

Sól­berja­kremið

Leggið matar­lím í bleyti í kalt vatn. Hitið saftið, sykurinn og vanilluna upp á suðu­marki, bræðið síðan matar­límið saman við og blandið loks gríska jógúrtinu ró­lega saman við. Hellið á botn á glösunum og kælið í um það bil 30 mínútur í ís­skáp.

Vanillu panna cotta

Leggið matar­lím í bleyti. Hitið rjóma, vanillu og sítrónu­börk að suðu. Lækkið síðan hitann og látið malla í 5 til 10 mínútur. Slökkvið á hitanum og blandið sykri og matar­lími saman við. Hellið ofan á fyrsta lagið, sól­berja­kremið, glösunum þegar það hefur stífnað og kælið í ís­skáp í um það bil 30 mínútur.

Hind­berjagelið

Leggið matar­lím í bleyti í kalt vatn. Hitið hind­berja­safa, sítrónu­safa og sykur upp að suðu­marki. Slökkvið á hitanum og setjið matar­límið í safann og bræðið. Hellið síðan yfir vanillu panna cotta þegar hún hefur stífnað og kælið í ís­skáp í um það bil 30 mínútur. Má líka geyma í kæli í sólar­hring og bera fram daginn eftir.

Að lokum er hægt að skreyta ofan á með því sem hugurinn girnist, til dæmis með söxuðum pistasíu­hnetum eða súkku­laði kurli.

Njótið vel.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.