Guðrún: „Ég hef engar nákvæmar upplýsingar um það hvenær ráðherraskiptin verða“

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, er spennt fyrir því að setjast á ráðherrastól en veit ekki hvenær af því verður.

Fréttablaðið greinir frá.

Eins og flestir muna var greint frá því strax í upphafi að Guðrún myndi taka við af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, í síðasta lagi eftir átján mánuði. Upplýsingar um skiptin hafa verið reiki og enn er óljóst hvenær skiptin munu eiga sér stað, verði af þeim.

„Nei, ég hef engar nákvæmar upplýsingar um það hvenær ráðherraskiptin verða, en þau verða á vormánuðum,“ segir Guðrún í samtali við Fréttablaðið.

„Minn skilningur var að það yrði í mars,“ segir Guðrún um hvenær henni þyki líklegast að hún taki við ráðherradómi.

Í gær sagði Jón Gunnarsson að hann vissi ekkert. Spyrja yrði aðra út í hans stöðu.

Nánar má lesa um málið í Fréttablaðinu.