Guð­ný María með ó­læknandi krabba­mein: „Ég ætla að lifa. Ég er allt­of ung til að deyja“

Söng­konan Guð­ný María Arn­þórs­dóttir hefur greinst með ó­læknandi krabba­mein í bein­merg.

Guð­ný greindi sjálf frá þessu í færslu á Face­book-síðu sinni fyrr í mánuðnum. Þrátt fyrir fréttirnar segist Guð­ný vera bjart­sýn á lífið og til­veruna.

Guð­ný hefur glatt lands­menn í gegnum tíðina með lögum sínum á YouTu­be en með þeim fylgja oft skondin og list­ræn mynd­bönd. Hún verður seint kölluð annað en gleði­gjafi.

Í færslunni segir Guð­ný að hún ætlar að byrja í lyfja­með­ferð í næstu viku og verða alla vega 120 ára.

Hér að neðan má sjá færslu Guðnýjar í heild sinni:

„Í dag fékk Guðný María þær fréttir að hún hefði greinst með beinmergs-krabbamein sem heitir „Waldenströms“ sem er ólæknandi. Hún byrjar í lyfjameðferð í næstu viku og miklu skiptir hvernig líkami hennar bregst við. ❤þetta er töff staða en samt sem áður get ég sagt þér að ég ætla að lifa og verða afar gömul kona, alla vega 120 ára, ég er alltof ung til að deyja og má alls ekki vera að þessu🙂Ég á eftir að gera svo margt,❤stuðningur þinn og vinátta skiptir mig afar miklu, love you yndið mitt“