Guðni sagður hafa lýst á­hyggjum sínum í mars: Ekki var hlustað og í kjöl­farið greindust tugir með veiruna

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, er sagður hafa viðrað á­hyggjur sínar af því að til stæði að halda bikar­úr­slita­leiki í hand­bolta karla og kvenna í Laugar­dals­höll þann 7. mars síðast­liðinn, eða um það leyti sem kórónu­veiran tók að dreifast um þjóð­fé­lagið.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Björn Inga Hrafns­son, rit­stjóra Viljans, en kaflinn birtist í dag á vef Viljans.

Í kaflanum kemur fram að Guðna hafi verið boðið að vera heiðurs­gestur á bikar­úr­slita­leikjunum en hann hafi af­þakkað boðið. Er hann sagður hafa haft á­hyggjur af því að fylla ætti Laugar­dals­höllina á sama tíma og veiran var að skjóta rótum.

Segir Björn Ingi í bók sinni að honum sé kunnugt um að Guðni hafi lýst á­hyggjum sínum við Al­manna­varnir sem þó töldu ó­hætt að leikirnir færu fram fyrir framan á­horf­endur. Eins og komið hefur fram veiktust margir þeirra sem fóru á leik ÍBV og Stjörnunnar og var staðan um tíma nokkuð slæm í Vest­manna­eyjum þar sem margir voru veikir eða í sótt­kví. Talið er að tugir smita hafi komið upp í tengslum við leikina í höllinni.

Þá segir í kafla­brotinu að Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn stað­festi það að Al­manna­varnir hefðu talið ó­hætt að leikirnir færu fram. Eftir á að hyggja hefðu það aug­ljós­lega verið mis­tök.

Hér má lesa kaflann úr bókinni.