Guð­mundur hefur sínar grun­semdir: „Er hér ráðandi í leynum ein­hvers konar öfga­hægri­flokkur?“

„Mér finnst gott hjá fjöl­skyldunni að fara í felur. Ömur­legt að hún hafi þurft þess,“ segir Guð­mundur Stein­gríms­son, fyrr­verandi þing­maður, í pistli í Frétta­blaðinu í dag.

Þar fjallar hann um mál egypsku Kehdr-fjöl­skyldunnar sem fór í felur í fyrra­dag, sama dag og stóð til að fram­fylgja brott­vísun hennar úr landi.

Guð­mundur sat á þingi frá 2009 til 2016 og kveðst hann hafa lesið lögin um út­lendinga, flótta­fólk, hælis­leit­endur og það sem að mál­efnum þeirra lýtur.

„Ég man ekki eftir því að þar væri að finna þá hugsun, að þegar flótta­fjöl­skylda kæmi hingað til lands væri best að leyfa fjöl­skyldunni að að­lagast vel sam­fé­laginu, börnum að fara í skóla, eignast vini og læra ís­lensku í dá­góðan tíma, og svo þvinga þau burt með valdi að nætur­lagi aftur til landsins sem þau flúðu frá upp­haf­lega, þar sem lífi þeirra er ógnað. Ég er pott­þéttur á því að lögin eru ekki svona. Enda væru það þá heldur betur fá­rán­leg og ó­manneskju­leg lög. Bein­línis and­styggi­leg,“ segir Guð­mundur sem bætir við að samt sé þetta gert svona, aftur og aftur.

„Það er eins og ein­hvers konar kerfis­lægt ó­næmis­kerfi líti á flótta­fólk eins og Kehdr-fjöl­skylduna sem veirur, svo notað sé líkinga­mál í anda okkar tíma, og fátt annað komist að en að koma þeim út úr þjóðar­líkamanum,“ segir Guð­mundur sem veltir fyrir sér hvaða fólk það var sem á­kvað þetta.

„Er ein­hver manneskja til sem getur út­skýrt fyrir okkur hinum hvar þessi til­tekna stefna, þessar að­ferðir, voru búnar til og hvaða pólitíski vilji býr að baki? Hver er hugsunin? Ég man ekki eftir þessari ræðu í sölum Al­þingis. Um skað­semi flótta­fólks. Um hættuna sem okkur stafar af börnum í neyð. Um hina djúpu og að­kallandi nauð­syn þess að þvinga börn úr landi, jafn­vel eftir að þau hafa gengið hér í skóla, lært ís­lensku og eignast vini. Hefur þessi ræða verið flutt? Ekki fyrir opnum tjöldum svo ég muni,“ segir Guð­mundur sem segir þó að á­kveðnar grun­semdir vakni.

„Er hér ráðandi í leynum ein­hvers konar öfga­hægri­flokkur sem hefur á­kveðið með ó­lýð­ræðis­legum belli­brögðum að hér skuli and­úð á flótta­fólki og ömur­legt skeytingar­leysi um þjáningu annarra, ekki síst barna, vera leiðar­stef í út­lendinga­málum? Hvaðan sprettur kappið, þessi þörf til að kaupa meira að segja sér­stakan opin­beran bíl með nýjustu græjum til að hafa uppi á hinum ó­lög­legu út­lendingum? Svo er þessi skrjóður hafður á ferli hér um landið með fólki í ein­kennis­búningum, stoppandi sak­lausa veg­far­endur á Miklu­brautinni, beinandi þeim inn í bílinn til yfir­heyrslna, eins og í ein­hverju lög­reglu­ríki sem enginn bað um, en virðist vera blautur draumur ein­hverrar klíku bak við tjöldin,“ segir hann.

Hann segir að hann viti ekki al­menni­lega í hvers konar landi hann býr þegar kemur að þessum málum.

„Þessar að­ferðir, þessi stefna, er eins og hönnuð af ill­skeyttustu þátt­tak­endum kommenta­kerfanna. Myrkustu hugum þjóðarinnar. Látum flótta­fólkið að­lagast. Hendum því svo út.“

Grein Guð­mundar í heild sinni.