Guð­mundur Frank­lín: „Myndi ekki óska versta ó­vini mínum þess að upp­lifa slíkar hörmungar“

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son for­seta­fram­bjóðandi prýðir for­síðu Mann­lífs í dag en eins og kunnugt er verður hann í fram­boði gegn Guðna Th. Jóhannes­syni, sitjandi for­seta, í for­seta­kosningunum sem fara fram eftir tæpan mánuð.

Í við­talinu fer Guð­mundur Frank­lín um víðan völl; hann tjáir sig meðal annars um upp­vaxtar­árin í Lang­holts­hverfinu, gleði­stundirnar í lífi sínu, muninn á honum og Guðna og gjald­þrot svo eitt­hvað sé nefnt. Þá opnar hann sig um erfiða minningu frá árinu 2001 þegar hann bjó og starfaði í New York.

Í við­talinu í Mann­lífi segir Guð­mundur að hann hafi misst góða vini í á­rásinni á World Tra­de Center þann 11. septem­ber 2001. Hann var staddur nærri turnunum þegar þeir hrundu.

„Það síðasta sem þú heyrir áður en drunurnar í hrynjandi byggingunni berg­mála á milli þröngra gatnanna eru öskrin í fólkinu sem reynir í ör­væntingu að komast í burtu. Að horfa á há­hýsi hrynja fyrir framan augun á þér þar sem fjöldi fólks lætur lífið og góðir fé­lagar þínir þarna inni er í einu orði sagt skelfi­legt. Ég myndi ekki óska versta ó­vini mínum þess að upp­lifa slíkar hörmungar.“

Mannlíf í dag.