Guð­mundi brugðið þegar hann leit í heima­bankann: Sá fram á að glata ævi­sparnaðinum

„Það var ekki nota­­legt að standa frammi fyr­ir því að glata með þess­um hætti ævi­­sparnaði mín­um í bar­áttu minni gegn ó­lög­­mætri inn­heimtu bæj­ar­ins,“ segir Guð­mundur Víg­lunds­son, vél­tækni­fræðingur og fram­kvæmda­stjóri Tækni­máls ehf., í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Þar segir Guð­mundur farir sínar – og raunar margra annarra – ekki sléttar af sam­skiptum við Hafnar­fjarðar­bæ. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2016 þegar skipu­lags- og byggingar­ráð hóf að senda kröfu­bréf á eig­endur at­vinnu­lóða í bænum. Segir hann að síðan þá hafi bréfa­sendingum til þessara aðila ekki linnt þar sem þeir voru krafðir um greiðslu þessara gjalda undir hótunum um að ella myndu þeir hafa verra af.

Segir Guð­mundur að bærinn hafi beitt öllum þeim þvingunar­úr­ræðum sem sveitar­stjórnir hafa yfir að ráða til að knýja borgarana til hlýðni.

Segir hann að dag­­sekt­ar­á­kvörðunum hafi rignt yfir þessa aðila og um leið hafi verið gefið í skyn að ef þeir hlýddu og greiddu stöðu­gjöldin, þá yrðu dag­­sekt­irn­ar felld­ar niður.

„Gekk bær­inn svo langt að leggja á mig per­­sónu­­lega dag­­sekt­ir upp á 20 þúsund krón­ur á dag, und­ir þeirri hót­un að þær yrðu inn­heimt­ar hjá mér ef ég beygði mig ekki og sækti um og greiddi fyr­ir stöðu tveggja gáma á lóð minni.“

Guð­mundur segir að rétt­lætið hafi nú loks náð að sigra með úr­skurði úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála þar sem Tækni­­­mál ehf. kærði á­lagn­ingu stöðu­leyf­is­­gjalda fyr­ir gáma á at­vinnu­lóð í Hafnar­f­irði. Bendir Guð­mundur á að þetta sé ann­ar úr­­sk­urður­inn sem nefndin hef­ur fellt á skömm­um tíma um ó­lög­­lega inn­heimtu gjalda fyr­ir slík leyfi.

Málið hefur haft sín á­hrif og rifjar Guð­mundur upp hvað honum var brugðið þegar hann leit á heima­banka sinn fyrr á þessu ári.

„Í vor blasti við mér á heima­bank­an­um að ég skuldaði Hafn­ar­fjarðar­bæ rúm­ar tvær millj­ón­ir í dag­­sekt­ir vegna þess að ég hafði þrá­ast við að sækja um leyfi og greiða fyr­ir þessa tvo gáma mína. Það var ekki nota­­legt að standa frammi fyr­ir því að glata með þess­um hætti ævi­­sparnaði mín­um í bar­áttu minni gegn ó­lög­­mætri inn­heimtu bæj­ar­ins.“

Honum var kunnugt um að Jón Auðunn Jóns­­son lög­maður hafi verið að kljást við bæj­ar­yf­ir­völd vegna þess­ar­ar ó­lög­­mætu inn­heimtu fyr­ir aðra lóðar­eig­end­ur, sem höfðu setið und­ir sömu þving­un­ar­að­gerðum bæj­ar­ins. Kærði hann á­lagn­ing­una og inn­heimt­una á hend­ur honum til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála. „Niður­staða nefnd­ar­inn­ar er af­­drátt­ar­­laus: „Felld er úr gildi kærð á­lagn­ing stöðu­leyf­is­­gjalds vegna tveggja gáma á lóðinni Stein­hellu 5, Hafnar­f­irði.“

Í úr­­sk­urðinum fer ÚUA mjög ít­ar­­lega yfir alla mála­vexti og rek­ur hvernig bær­inn hef­ur komið fram við eig­end­ur at­vinnu­lóða í bæn­um. Fer nefnd­in mjög vel yfir öll á­kvæði bygg­ing­ar­­reglu­­gerðar varðandi stöðu­leyfi, og hvernig þeim skal beitt, hvað megi og hvað megi ekki.“

Guð­mundur segist vilja vekja at­hygli á þessari at­burða­rás til að upp­­­lýsa íbúa Hafnar­fjarðar um það hvernig stjórn­end­ur og em­b­ætt­is­­menn bæj­ar­ins hafa beitt öll­um þeim ráðum og tækj­um sem þeim eru af­hent með lög­um til að „tukta okk­ur til hlýðni“ eins og hann orðar það.

„Hvernig þess­ir aðilar hafa skellt skolla­eyr­um við öll­um á­bend­ing­um um að þeir séu að fara af­vega og séu að beita okk­ur bæj­ar­búa ó­rétti. Sér­­stak­­lega er allt þetta at­­ferli al­var­­legt vegna þess að þau hótuðu okk­ur og fjöl­­skyld­um okk­ar fjár­hags­­legu tjóni ef við beygðum okk­ur ekki und­ir þeirra vald.“

Guð­mundur bendir að lokum á að Hafnar­fjarðar­bær hafi sam­tals inn­heimt 45 milljónir króna af at­vinnu­lífinu í bænum með þessum að­ferðum.

„Þetta fé ber bæn­um nú að end­ur­­greiða með vöxt­um. Á sama tíma nam kostnaður bæj­ar­ins af þessu brölti öllu u.þ.b. 64 millj­ón­um króna. Sem bæj­ar­búi spyr ég hvort hinir kjörnu bæj­ar­full­­trú­ar okk­ar ætli að axla á­byrgð á þess­um af­glöp­um em­b­ætt­is­manna sinna?“