Guðdómlega ljúffeng og heiðarleg pítsa með hvítkálsbotni að hætti Birnu

9. júlí 2020
13:12
Fréttir & pistlar

Á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktorsnema í heilbrigðisvísindum og matgæðing með meiru. Sjöfn fékk Birnu til að elda einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar og leyfa áhorfendum að njóta. „Ég ætla að gera pítsu með hvítkálsbotni en við fjölskyldan bökum gjarnan saman pítsu með hollum og góðum botin og nýtum það hráefni sem til er,“ sagði Birna og nefndi jafnframt að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái að njóta sín og velja ofan á sína pítsu sem bragðlaukarnir girnast. Birna leggur mikið upp úr því að elda frá grunni, vera með lífrænt og gott hráefni og helst íslenskt gæðahráefni eins og hægt er. Þegar Birna og fjölskyldan elda saman er huga að öllu, samverunni og líka gæðum þess sem borða er. Einnig er lögð áhersla á fara vel með hráefnið og sporna gegn matarsóun.

Matarmikla pítsan með hvítkálsbotninum hitti svo sannarlega í mark, þar sem ástríðan í pítsugerðinni var í forgrunni og hráefnið fyrsta flokks. „Guðdómlega ljúffeng pítsa,“ segir Sjöfn og bætti við að þessa verði allir að prófa. Matarupplifun sem gefur bragðlaukunum gull í mund og eykur vellíðan. Sjöfn fékk Birnu til að svipta hulunni af uppskriftinni og hér er uppskriftin komin:

HVÍTKÁLS PIZZA að hætti a la Birnu

Botn

½ haus hvítkál, rifinn smátt

½- 1 laukur ef vill, rifinn smátt

1 bolli rifinn ostur eða vegan ostur

1 egg (má sleppa ef vegan)

1 msk þurrkað oregano

Byrjið á því að hita ofninn í 200°graur﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽í að hita ofninn í 200ðvið unum gull gun pr huga að þvln fjölskyldumeðlimur faai elskuleg að gefa . Einfaldar, fl´aaBlandið saman í skál. Setjið í ofnskúffu eða plötu og þrýstið öllu niður og mótið botninn. Betra að hafa botninn frekar þunnan. Bakið við 200° C í 10-15 mínútur.

Álegg

2-3 msk tómatpúrra

1 rauðlaukur í þunnum sneiðum

4-5 sveppir í sneiðum

½ gul eða rauð paprika í sneiðum

Nokkrir kirsuberjatómatar heilir eða skornir í tvennt

1 ferskur rauður chilli, skorinn niður og fræin tekin úr ef vill

½ bolli svartar ólifur

2 msk hreinn rjómasotur

Nokkrar sneiðar af geitaosti eða 2 msk af geitarjómaosti

1 bolli rifinn ostur eða vegan ostur

Tómatpúrru smurð á botninn og restinni raðað fallega yfir. Endið á rjómaosti, geitaosti og síðast rifnum osti stráð yfir. Bakað við 200° C í um það bil 20 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðinn.

Gott að bera fram með parma skinku og/eða fersku klettasalati og kryddjurtum (basil, steinselja, oregano). Gott að enda á því að setja heimalagaða hvítlauksolíu yfir.

Hvítlauksolía (best að útbúa aðeins áður til að fá mildara bragð)

1-2 bollar extra virgin olifu olía

½ - 1 hvítlaukur afhýddur og pressaður eða saxaður mjög smátt.

Sett í skál og látið standa við stofuhita.

Njótið vel.