Grét þegar hún heyrði að Víðir væri smitaður

María Edwards­dóttir, sem liggur nú inni á Land­spítala í með­ferð vegna CO­VID-lungna­bólgu og opnar sig um það í ein­lægri Face­book færslu sem birtist um helgina.

Þar segist hún láta engan skipa sér að halda sig heima á föstu­dags­kvöldi. Hún þurfi reyndar engan til þess, þar sem hún sé á spítala vegna CO­VID-lungna­bólgunnar og hefur verið það alla vikuna.

„Þetta er al­gjört ógeð krakkar! Ég biðla til ykkar allra að vera ekkert að hitta neinn og halda ykkur heima. Og ef þið verðið að versla gerið það þá á netinu! Höldum þetta út saman,“ segir María.

„Það er fátt sem hefur hrætt mig jafn mikið og þessi reynsla. Klárum þetta, verum skyn­söm, enga ó­þarfa á­hættu, sprittum, höldum fjar­lægð. Og þrátt fyrir allar var­rúðar­rá­stafanir getum maður samt fengið þetta inná heimilið. Gerum ALLT sem við mögu­lega getum til að hefta út­breiðslunni á þessari hrylli­legu veiru.“

Á­standið á réttri leið

Mbl.is heyrði í Maríu í gær­kvöldi. Í sam­tali við miðilinn segist hún vera á réttri leið. Hún sé búin að vera á súr­efni allan sólar­hringinn en fái ekki að fara heim fyrr en hún nær að vera án þess í heilan sólar­hring. María vonar að það verði í næstu viku.

„Við búum sjö á heim­il­inu, og all­ir smituðust nema sjö ára strák­ur­inn minn,“ segir María sem flutt var á spítalann rúmri viku eftir að hún fór að finna fyrir ein­kennum.

Hún biður til fólks um að sýna skyn­semi. Hræði­legt hafi verið að sjá tölur gær­dagsins, 21 smit.

„Þetta er al­­gjör hryll­ing­ur,“ seg­ir María. „Ég er búin að vera á vírus­lyfj­um, sýkla­lyfj­um, ster­a­lyfj­um, lungna­lyfj­um. Þetta er ógeð,“ segir hún.

„Ég fór að grenja þegar ég sá að Víðir væri kom­inn með þetta.“

Posted by Maria Edwardsdottir on Friday, 27 November 2020