Græn­höfða­eyjar gera Önnu lífið leitt eftir tapið gegn Ís­landi: „Nú hefnist mér fyrir orð mín“

„Ég veit ekki hversu oft ég hefi nefnt Græn­höfða­eyjar sem á­kjósan­­legan stað til dvalar þegar of kalt verður í Para­­dís. Nú hefnist mér fyrir orð mín því eftir tap Græn­höfða­eyja gegn Ís­­lendingum í hand­­bolta í gær svöruðu Græn­höfðingjar með því að senda þennan fimbul­kulda til okkar sem er slíkur að hann nálgast það kaldasta í fyrra­vetur,“ skrifar Anna Kristjáns­dóttir íbúi á Tenerife í pistli sínum í dag.

„Sam­­kvæmt veður­­spánni í gær á há­­marks­­hitinn í dag að vera að­eins 19°C og lág­­marks­­­nætur­hitinn að fara niður í 14°C. Veður­­fræðingarnir reyndu eitt­hvað að gæta ráð sitt nú í morguns­árið, en ein eða tvær gráður eru samt innan skekkju­­marka. Að sjálf­­sögðu munu svo­kallaðir Sel­­foss­­mælar sýna mun hærra hita­­stig, en það eru Sel­­foss­gráður,“ heldur Anna á­fram.

„Annars veit ég ekki hvort ég sé að gera Sel­­fyssingum ein­hvern ó­­­leik, því maðurinn sem byrjaði með Sel­­foss­gráðurnar reyndist vera frá Akur­eyri. Hann hefur reyndar dvalið hér að undan­­förnu, en ég hefi enn ekki náð að hitta hann því miður, en mér skilst að hann sé með skemmti­­legri Akur­eyringum, enda brott­fluttur suður. Annar á­­gætur vinur minn á Face­book kvartaði yfir orðum mínum um kuldann á Stóra hundi í gær­­kvöldi, en þegar ég fór að skoða Face­book­síðuna hans, reyndist hann líka vera frá Akur­eyri, en að auki bú­­settur nyrðra. Eru virki­­lega allir Akur­eyringar svona lýgnir? Getur það virki­­lega verið að þeir haldi að Face­book­síðan "Geggjað veður á Akur­eyri" sé heilagur sann­­leikur? Vita þeir virki­­lega ekki að ég er með einka­­leyfi á lygum á Face­book?“ Spyr Anna.

„Að þessu sinni verð ég að játa að í­búarnir á Stóra hundi, þið vitið, litlu eyjunni með stóra nafnið hér austur af Tenerife munu eiga vinninginn í dag hvað hita­­stig varðar, því þar er spáð heilli gráðu hlýrra veðri en í Para­­dís, en þeir eru líka nær Sahara­eyði­mörkinni en við. Í­búarnir á Stóra hundi eiga reyndar annan vinning einnig sem er sá að út­­sýnið til vesturs er mun fegurra en út­­sýnið okkar til austurs svo öllu sé haldið til haga.
Um daginn setti ég inn gamla mynd af mér og Stóra hundi, en Texas el Per­ró er sagður af ættinni Canarian Podengo, en það er ein­mitt eftir slíkum hundum sem Stóri hundur dregur nafn sitt sem og Hunda­eyjar allar, en kanarí­­fuglar heita eftir Kanarí­eyjum en ekki öfugt,“ skrifar Anna að lokum.