Gísli Marteinn vill lest á Ís­landi: „Græn og hag­kvæm fram­kvæmd“

Gísli Marteinn Baldurs­son, þátta­stjórnandi á RÚV og fyrr­verandi borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, fór mikinn á Twitter í gær í um­ræðum um sam­göngu­mál.

Gísli endur­birtir þar tíst Jóns Kal­dal, tals­manns Ís­lenska náttúru­verndar­sjóðsins og fyrrum rit­stjóra Frétta­tímans, þar sem hann segist vilja flug­völlinn burt úr Vatns­mýrinni. Gísli grípur boltann á lofti, lofar færslu Jóns og hvetur til þess að Kefla­víkur­flug­völlur taki við innan­lands­flug­um­ferð þangað til ríkið finni nýja lausn fyrir innan­lands­flug­völl.

Hann segir að í­búa­byggð í Vatns­mýrinni sé um­hverfis­vænasta fram­kvæmd sem borgin geti ráðist í. Þá vill Gísli láta leggja lest frá Kefla­vík til Reykja­víkur í ofan­á­lag, enda sé það græn og hag­kvæm fram­kvæmd.

Heitar um­ræður sköpuðust undir færslu Gísla og var hann sakaður um lands­byggðar­for­dóma af nokkrum not­endum Twitter. „Sönn orð ein­hvers sem hefur ekki búið á lands­byggðinni og þekkir ekki til til­fella þar sem stað­setning flug­vallar hefur bjargað lífi. Við þurfum betri lausn en KEF flug­völl,“ segir Hólm­fríður nokkur sem virðist ekki seld á hug­mynd Gísla.

Henni svarar Sveinn Þór­halls­son, sjálf­titlaður á­huga­maður um sam­göngur og borgar­skipu­lag. „Málið er að það er stöðugt ein­blínt á þessar mínútur frá flug­velli á sjúkra­hús en ekki neinar aðrar í öllu ferlinu sem sjúkra­flug er. Heildar­tímann má alveg skera niður þó svo að akkúrat tíminn frá flug­velli á sjúkra­hús lengist, t.d. frá Kef niður á Sjúkra­hús Kefla­víkur,“ segir Sveinn.

Hólm­fríður stóð ekki á svörum: „Og hvernig er það sem á að stytta flug­tímann? Fyrir utan það að ef við getum grætt mínútur þar viljum við ekki henda þeim með því að lengja tímann frá flug­velli. Ef ein­hver er illa slasaður á Borgar­firði eystra til dæmis, þarf að koma viðk. Á FSN (1 klst 45 mín á góðum degi).“

Hún heldur á­fram: „Þar er viðk. Metinn svo að þurfi suður, þá þarf oftast með aðillan í Egils­staði (aðrar 45 mín á góðum degi) og svo í flug á sjúlra­hús, það er ekki hægt að selja mér þá hug­mynd að ef hæt er að stytta þetta ein­hvern­vegin eigi ekki að gera það,“ segir Hólm­fríður og bætir við: „Ef viðk. Er ekki bjargað á fjórðungs­sjúkra­húsinu í Nes­kaup­stað, þarf viðk. Nánast í öllum til­fellum að komast á lands­spítalann (lands-ís­lands, alls ís­lands, ekki bara sumra).“

Sveinn svarar og bendir á að bíla­um­ferð kosti einnig manns­líf. „Þú styttir ekki flug­tímann sjálfan, en það er t.d. hægt að fækka þeim til­fellum sem fljúga þarf með eflingu þjónustu í heima­byggð og stytta við­bragðs­tímann með því að hafa fleiri en eina sjúkra­flug­vél á einum stað á landinu. Aukin um­ferð kostar líka manns­líf og heilsu.“

Hann segir að málið sé ekki svo ein­falt eins og það sé látið líta út fyrir. „Það er nefni­lega ekki allt gert til að stytta þennan tíma og fólk er rosa­lega upp­tekið af akkúrat þessum síðustu mínútum. Það hlýtur að vera hægt að besta þetta öðru­vísi en með því að gera ná­kvæm­lega ekkert, sem kostar helling í peningum, lífi og heilsu,“ segir Sveinn, á­huga­maður um sam­göngur og borgar­skipu­lag.

Annar Twitter-notandi leggur orð í belg varðandi sjúkra­flug og segir „hvað með sjúkra­flug fyrir lands­byggðina? finnst eins og að það ætti að vera heil­steypt plan til staðar hvað það varðar soldið langt að keyra frá KEF í Foss­voginn.“

Ein vill ekkert með það hafa að flytja flug­völlinn og segir „Eins og þú ert góður í vikan þá ertu ekki að hugsa rök­rétt sam­band við Flug­völlinn hann verður að fá að vera í friði þar sem hann er.“ Ljóst er að þetta hita­mál er hvergi nærri horfið úr þjóð­fé­lags­um­ræðunni.