Gísli Marteinn segir nóg komið: Ef þetta fólk réði væri fjöldi fólks dáinn

Gísli Marteinn Baldurs­son, sjón­varps­maður og fyrr­verandi borgar­full­trúi, virðist hafa fengið sig full­saddan af þeim sem tala fyrir vægari að­gerðum í bar­áttunni gegn út­breiðslu kórónu­veirunnar.

Gísli Marteinn birti tvær færslur á Twitter í gær­kvöldi sem fjölluðu að nokkru leyti um þetta. Fyrri færslan var svona:

„Á­standið hér er betra en næstum alls­staðar. En sama fólkið og ...

...mót­mælti fyrstu lokununum
...mót­mælti því að þrí­eykið fengi að ráða
...mót­mælti að­gerðum á landa­mærum
...mót­mælir enn.

Er ekki ljóst að ef þetta fólk réði þá væri hér fjöldi fólks dáinn og allir spítalar fullir?“

Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, segir í at­huga­semd við færslu Gísla Marteins að það sé afar sér­stök staða að standa í­trekað í því í þing­sal að ganga á milli í á­greiningi milli stjórnar­liða. Því miður sé það samt raunin.

Í seinni færslu sinni birti Gísli Marteinn töflu yfir þau lönd sem hafa bólu­sett flesta miðað við höfða­tölu. „Ís­land er í 6. sæti í heiminum af þeim sem nota Pfeizer/Moderna. Efst Norður­landanna. Hver er punkturinn hjá fólki sem er að reyna að kokka upp pólitískt hneyksli úr þessari stöðu?“