Gera grín að viðbrögðum Helga Hrafns sem svarar á Twitter

20. október 2020
14:30
Fréttir & pistlar

„Já, ég biðst afsökunar á þessu, ég hefði átt að rífa Steingrím J. Sigfússon í snarhasti úr forsetastól, skella honum á axlirnar á mér og stökkva fram af Alþingissvölunum. Sé það núna. Afsakið mig.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem var í ræðustól Alþingis þegar jarðskjálftinn öflugir reið yfir nú á öðrum tímanum í dag. Netverjar hafa margir gert grín að viðbrögðum Helga sem hljóp úr ræðustól og hugðist koma sér í öruggt skjól.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hvatti þingmenn til að halda ró sinni og sitja í sæti sínu. Myndband af þessu hefur vakið mikla athygli í dag.