Sofnaði í ljósum..

Davíð Oddsson ávarpaði samkomu eldri borgara í Valhöll þann 21. janúar í minningu Ólafs Thors. Þar náði hann enn á ný að draga upp nokkra fimmaurabrandara úr víðfemu aulabrandarasafni sínu.

Flestir gamlingjanna sem fylltu salinn í Valhöll áttu von á að minningu Ólafs Thors, sem var formaður flokksins í 27 ár, yrði sýnd meiri virðing en það að um hann væri flutt ræða sem betur hefði verið komin síðla kvölds á þorrablóti hjá hestamannafélagi.

Sjónvarpið sýndi frá samkomunni og það vakti athygli hve illa Davíð leit út, rauður og þrútinn.

Gárungar hafa nú velt því upp hvort hann hafi sofnað í ljósalampa um áramótin og verið nývaknaður.