Fyrstu úti­há­tíðinni í ár af­lýst vegna Delta

Fyrstu úti­há­tíðinni í ár hefur verið af­létt vegna út­breiðslu Delta af­brigðisins svo­kallaða hér á landi. Um er að ræða há­tíðina Flúðir um Versló.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá há­tíðinni. Þar segir að á­kvörðunin sé þung­bær, er fólk hvatt til að huga mjög vel að per­sónu­legum smit­vörnum.

„Við náttúru­lega erum búin að vera on og off í undir­búningi á þessari há­tíð sem átti að fara fram í sjötta skiptið, en í ljósi þessara aukninga í smitum þá sjáum við okkur ekki fært um að vera að stuðla að því að fólk sé að safnast saman, og viljum með þessu sýna á­byrgð.

Þetta er svekk­elsi og draug­fúlt, en svona er þetta víst,“ segir Berg­sveinn Theo­dórs­son skipu­leggjandi í sam­tali við Ríkis­út­varpið.