Fyrrum starfsmaður fer í mál við indverska sendiráðið: „Þú ert jafn gagnslaus og aðrir inn­fæddir starfs­menn, og ég er kominn með upp í kok af hvítu fólki“

Fyrrum starfs­maður hefur stefnt ind­verska sendi­ráðinu vegna van­goldinna launa og rasískrar fram­komu í sinn garð. DV greindi fyrst frá þessu.

Maðurinn sem kemur frá Ung­verja­landi starfaði hjá sendi­ráðinu frá 1. maí 2017 til byrjun ársins 2022. Hann segir að hann þurfti að þola van­virðandi fram­komu af hálfu vinnu­veit­enda og þá sér­stak­lega af hálfu þá­verandi sendi­herra Ind­lands á Ís­landi.

Hann á­sakar sendi­herrann um í­trekuð rasísk um­mæli í sinn garð, en það sem sendi­herrann á að hafa sagt er:

Þú ert jafn gagn­laus og aðrir inn­fæddir starfs­menn, og ég er kominn með upp í kok af hvítu fólki (e. „You are as useless as the ot­her per­sons of the lo­cal staff, and I am fed up with whities.“) og „klaufskur og heimskur eins og aðrir inn­fæddir“ („clum­sy and idiotic like all of the lo­cals“).

Maðurinn krefst þess að fá 3.7 milljónir ís­lenskra króna vegna van­goldinna launa, á­samt við­bættri hálfri milljón í lög­manns­kostnað. Þá krefst hann miska­bóta upp á 750 þúsund krónur fyrir van­virðandi fram­komu og ras­isma.

Ind­verska sendi­ráðið ætlar að fá málinu vísað frá í þeim for­sendum að ís­lensk lög nái ekki yfir starf­semi er­lends sendi­ráðs, vegna á­kvæðis um frið­helgi sendi­ráða.

Fréttina má lesa hér.

Fleiri fréttir