Fyrrum að­stoðar­maður ráð­herra opnar vín­bar – Ná­grannar ó­sáttir með sam­ráðs­leysi

Lísa Kristjáns­dóttir, að­stoðar­maður Katrínar Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra, hefur skellt sér í veitinga­rekstur og opnar kaffi­hús/vín­bar í mið­bæ Reykja­vík.

„Mið­aldra smá­hrifa­valdar opna kaffi­hús/vín­bar. Kram­ber, betri stofa Dísu og Lísu opnar um leið og til­­búin sem er vonandi sem fyrst. Endi­­lega fylgið okkur á Insta @kram­ber_reykja­vik
Við lofum að vera hressar, skemmti­­legar,“ skrifar Lísa á Face­book. Af Instagram síðu Kramber Reykjavik að dæma verður þar boðið upp á „góðan bita og gott vín.“

Hátt í 500 manns hafa líkað við færsluna og margir hrósað þeim Dísu og Lísu í at­huga­semdum en ekki eru allir sáttir með nýja vín­barinn.

Sig­rún Her­manns­dóttir, sem segist búa við hliðin á barnum, er ekki spor sátt og skrifar.

„Hefði ekki verið eðli­legt að tala við ná­granna um að þið ætlið að opna vín­bar við hliðin á heimili mínu með til­heyrandi úti­veru og látum og til­heyrandi,“ skrifar Sig­rún.

„Aldrei var þessi hug­mynd borin undir okkur né kynnt,“ bætir hún við.