Ögmundur Jónasson skrifar

Frosti og Ólína ómissandi fólk

4. apríl 2020
20:36
Fréttir & pistlar

Ég hef undan­farna daga í­trekað tekið þátt í skoðana­könnunum um við­brögð ís­lenskra heil­brigðis­yfir­valda við kóróna­veirunni, hvort ég sé á­nægður og sáttur. Ég hef svarað játandi og meira að segja hvergi sparað lýsingar­orðin og myndi gera enn.

Ég reyni auk þess að fylgja til hins ítrasta ráð­leggingum og til­mælum þessara aðila. Ég er með öðrum orðum eins já­kvæður í þessum skilningi og verða má. Vona ég inni­lega að sam­starfs­vilji og sam­staða þjóðarinnar eigi eftir að skila okkur árangri sem fyrst. Ég er einnig þakk­látur því fólki sem er að láta gott af sér leiða fyrir okkar hönd.

Ef ég nú væri spurður hvort ég bæri traust til tveggja fyrr­verandi al­þingis­manna sem vé­fengt hafa að­ferða­fræði ís­lenskra stjórn­valda, þeirra Frosta Sigur­jóns­sonar og Ó­línu Þor­varðar­dóttur, þá myndi ég tví­mæla­laust einnig svara játandi og það meira að segja af­dráttar­laust. Sam­staða og gagn­rýnin hugsun fara nefni­lega á­gæt­lega saman, þurfa meira að segja að fara saman. Þöggun kann aldrei góðri lukku að stýra.

Ég hef spurt sjálfan mig hvers vegna opið bréf þing­mannanna til heil­brigðis­yfir­valda birtist ekki í fjöl­miðlum – að tveimur net­miðlum undan­skildum, Viljanum og DV, að því er ég best fæ séð, en í öðrum þeirra, DV, með for­dæmingu á inni­haldinu. Þá hafa birst opin­ber­lega á­sakanir í garð þing­mannanna tveggja í krafti þess að menn vilji “á­byrga” um­ræðu og er svo að skilja að þar rúmist engin gagn­rýni. Undir það get ég ekki tekið. Fjarri því.

Nú vill svo til að í þing­setu sinni skáru þessir þing­menn sig úr þing­manna­sveitinni fyrir að vera ó­hræddir við að fylgja sann­færingu sinni. Það á við um Ó­línu Þor­varðar­dóttur og um Frosta Sigur­jóns­son hef ég haft þau orð að senni­lega sé hann sá þing­maður sem ég hef kynnst á Al­þingi sem síst hefur verið háður vana­hugsun, ó­hræddastur allra að spyrja þar sem spurninga var þörf og þá einnig um hið ó­þægi­lega; koma síðan með ný­stár­legar hug­myndir, alltaf viti­bornar og upp­byggi­legar. Slíkir eru opnu lýð­ræðis­þjóð­fé­lagi ó­missandi.

Hér að má lesa opið bréf þeirra Frosta og Ó­línu.