Frosti kallar Stefán uppi­standara „höku­lausan maðk“ sem hefur aldrei fengið á kjaftinn

Þátturinn Harma­gedd­on hefur snúið aftur eftir um sex­tán mánaða hlé og er að þessu sinni fáan­legur á efnis­veitunni brot­kast.is.

Brot­kast er fjöl­skyldu­fyrir­tæki í eigu Frosta og Helgu Gabríelu eigin­konu hans.

Fyrstu þættir Frosta hafa nú þegar vakið mikla at­hygli og eru net­verjar allt annað en sáttir með um­mæli hans og efnis­tök.

Stefán Ingvar Vig­fús­son, pistla­höfundur og uppi­standari í VHS-hópnum, hefur látið Frosta heyra það á netinu. Frosti svarar síðan Stefáni í nýjasta þætti sínum en um­mæli Frosta hafa farið öfugt ofan í marga.