Frið­jón sendir Sjálf­stæðis­flokknum við­vörun: „Þá mun hann daga uppi og verða að steini“

Frið­jón R. Frið­jóns­son, Sjálf­stæðis­maður og al­manna­tengill, segir að Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi nú á sér það yfir­bragð að hann vilji ekki að ís­lenskt sam­fé­lag breytist í takt við tímann eða um­heiminn.

Frið­jón segir þetta í að­sendri grein í Morgun­blaðinu og má túlka greinina sem eins­konar við­vörun til for­ystu Sjálf­stæðis­flokksins fyrir komandi kosningar í haust

Frið­jón segir að hann hafi byrjað að styðja flokkinn á sínum tíma vegna þess að hann var hug­rakkur og ó­hræddir við breytingar sem færðu fjöl­breytni, val­frelsi og hag­sæld.

„Það Sovét-Ís­land sem ég ólst upp í var ekki heillandi. Ein út­varps­stöð, flokks­blöð, verð­lags­stýring mat­vöru, lítið vöru­úr­val, bíó­myndir tóku ár eða tvö að berast til landsins, popp­tón­list heyrðist varla í út­varpi. Allir litu eins út, hugsuðu eins, höguðu sér eins. Ís­land var hvítt, lit­laust, leiðin­legt og alls ekki hýrt í neinum skilningi þess orðs,“ segir Frið­jón sem segir að margt hafi breyst á níunda ára­tugnum.

„Raddir fóru að heyrast fyrir frjálsu út­varpi, lög­leiðingu bjórsins, auknu við­skipta­frelsi, breytingum á skatt­kerfi og einka­væðingu ríkis­fyrir­tækja. Sjálf­stæðis­flokkurinn var flokkur þeirra sem vildu að ís­lenskt sam­fé­lag yrði í líkingu við önnur vest­ræn þjóð­fé­lög.“

Ís­land fór úr því að vera lokað í að verða opið og stór­huga. Frið­jón segir að á­kveðið hökt hafi komið á þessa þróun fyrir um fimm­tán árum síðan, hökt sem ekki endi­lega sér fyrir endann á.

„Jú, af­leiðingar hrunsins og þeir hlekkir sem lagðir voru á ís­lenskt efna­hags­líf og sam­fé­lag af vinstri­stjórn Sam­fylkingarinnar og VG vógu þungt á verk­efna­listanum. Krónu­eignir kröfu­hafa og gjald­eyris­höft voru yfir­gnæfandi við­fangs­efni þar sem við öll áttum allt undir. Það er erfitt að á­fellast for­ystu flokksins fyrir að vera upp­tekin af þessum mikil­vægu verk­efnum og öðrum til að laga ríkis­reksturinn. En kannski höfum við hin ekki verið nógu vakandi. Af­leiðingin er sú að Sjálf­stæðis­flokkurinn hefur nú á sér það yfir­bragð að hann vilji ekki að ís­lenskt sam­fé­lag breytist í takt við tímann eða um­heiminn.

Frið­jón segir að það hafi skipt hann máli sem Sjálf­stæðis­mann að vita að flokkurinn er akkeri í ís­lenskri pólitík.

„Að hann hefur styrk til að standa í fæturna á erfiðum stundum, gegn lýð­skrumi og upp­hlaupum og með gildum sem við höfum lagt til grund­vallar í tæp hundrað ár. En það skiptir mig líka máli að flokkurinn minn þróist og horfi fram á veginn. Ef Sjálf­stæðis­flokkurinn ætlar að skil­greina sig sem flokk sem er á móti breytingum á efna­hags­lífinu, sjávar­út­veginum, land­búnaðar­kerfinu, orku­málum, stjórnar­skránni og sam­fé­laginu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dag­renningu. Aðrir stjórn­mála­flokkar taka sér þá for­ystu­hlut­verk og færa sínar hug­myndir og sitt stjórn­lyndi í lög og reglur.“

Frið­jón segir að löndin í kringum okkur séu á fleygi­ferð og þau muni sigra okkur í sam­keppni þjóðanna um fólk, hug­vit, fram­kvæmda­gleði, vöxt og vel­ferð ef við fylgjumst ekki með.

„Sjálf­stæðis­flokkurinn leiddi ís­lenskt sam­fé­lag á tuttugustu öldinni frá ör­birgð til auð­legðar. Ef við sjálf­stæðis­fólk höfum trú á Ís­landi á tuttugustu og fyrstu öldinni þá þurfum við að vera ó­hrædd. Ó­hrædd við að taka for­ystu í að leiða Ís­land til að vera frjálsara, opnara og betra. Ó­hrædd við að gera breytingar á land­búnaði svo hann líkist öðrum vest­rænum löndum, færa mennta- og heil­brigðis­kerfin nær því sem gerist annars staðar á Norður­löndum, haga orku­málum eins og Norð­menn og Danir, horfa til nýrra leiða í sam­göngum, taka er­lendri fjár­festingu opnum örmum, jafna at­kvæðis­rétt, ein­falda rekstrar­um­hverfi lítilla fyrir­tækja með af­námi reglu­verks og vera ó­hrædd við að taka for­ystu í lofts­lags­málum með raun­veru­legum lausnum. Og ó­hrædd við að velta öllum steinum úr vegi sem ó­vart lentu í sólinni í dag­renningu.“