Frábærar hugmyndir fyrir Hrekkjavökupartýið fyrir alla fjölskylduna

Það hefur varla farið framhjá neinum að Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hjá íslenskum fjölskyldum síðustu misserin. Næstkomandi laugardag, þann 31.október, er dagur Hrekkjavökunnar og er upplagt fyrir fjölskyldur að brjóta upp hverdagsleikann og skreyta í tilefni hennar og bera fram frumlegar og draugalegar kræsingar í anda vökunnar.

Berglind Hreiðarsdóttir okkar, köku- og sælkerabloggari með meiru, birti frábærar hugmyndir af því hvernig Hrekkjavökupartý gæti litið út fyrir fjölskylduna. Vinkona hennar Tinna Rut Pétursdóttir arkitekt á heiðurinn af þessu frumlega og skemmtilega Hrekkjavökupartýi og gaf hún okkur góðfúslegt leyfi til að birta þessar myndir og umfjöllun um það sem augun ber. „Það er hún elsku besta Tinna mín sem á allan heiðurinn af þessari færslu. Hún sá um þetta frábæra hrekkjavökupartý frá A-Ö, tók myndirnar og sendi mér til að leyfa mér að deila með ykkur,“ segir Berglind og vonar svo sannarlega að þessar hugmyndir nýtist fleirum. Það er ljóst að Tinna Rut býr yfir listrænum hæfileikum og er einstaklega frjó þegar kemur að því að setja saman frumlegar og ógnvænlegar kræsingar.

Þetta eru í það minnsta skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir sem fjölskyldur sem ætla að halda Hrekkjavökupartý næstu helgi ættu sannarlega að geta nýtt sér. Vert er a nefna það að mest allt af hráefninu í bakstur og matargerðina er hægt að nálgast í matvöruversluninni Bónus.

Hrekkjavöku húfur.jpg

Köngulóahúfur: Hér keyptu þau húfur í Rúmfatalagernum og augu og pípuhreinsir í Föndru og útbjuggu þessa snilld.

Draugabollakökur.jpg

Draugabollakökur: Súkkulaði bollakökur úr Betty Crocker kökumix með frosting kremi eru toppurinn hér. Hægt er að fá það í Bónus. Lakkrískurl er notað fyrir augu og munn. Hér getið þið líka fundið svipaða uppskrift og aðferð á blogginu hennar Berglindar Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggara sem heldur úti síðunni www.gotteri.is

Vorrúllur.jpg

Hér eru aðkeyptar vorrúllur sem búið er að skreyta með gervi köngulóm úr Partýbúðinni.

Gúrkuormar í vökuna.jpg

Spúkí agúrkuhrúga sem lítur ófrýnilega út.

Blóðdrykkirnir fyrir vökuna.jpg

Froosh krukkur fylltar með ribena safa sem fæst meðal annars í Bónus, skreyttar með hlaupormum.

Pylsurnar.jpg

„Við keyptum pylsur og skárum þær í tvennt, svo skárum við „fætur“ að neðan og litlar hendur á hliðunum. Svo notuðum við smjördeig, skárum það í ræmur og vöfðum utan um eins og múmíur og bökuðum í ofni stutta stund.“

Oreo í forgrunni.jpg

Köngulóabollakökur með Oreo kexi sem fæst í Bónus: „Ég skar kexið varlega í sundur, bræddi hjúpsúkkulaði, klippti gamaldags lakkrís í strimla og dýfði lakkrísnum í súkkulaðið og lagði svo á aðra kexhliðina. Smurði svo smá súkkulaði á hinn helminginn af kexinu og lagði yfir hinn. Augun eru æt og keypt í Allt í köku. Ég festi þau á með hjúpsúkkulaðinu.“ Það er líka hægt að búa til augu úr sælgæti.

Beinagrindadans.jpg

Hræðilegar beinagrindur sem keyptar voru í Costco.

Auga fyrir auga.jpg

Mini hamborgarabrauð voru keypt hjá Garra og svo útbjuggu Tinna og fjölskylda litla hamborgara inn í sjálf ásamt því að vera með kjúklingaspjót og annað matarkyns.

Sælgætisskál draugaleg.jpg

Spúkí sælgætisskál.

Vanillibollur.jpg

Hér eru frosnar vanillubollur í forgrunni sem fást í Bónus og eru sívinsælar. Hér er búið að gera þær örlítið hræðilegar með því að strá flórsykri yfir þær og setja skríðandi köngulær ofan á þær.

Gleðilega Hrekkjavöku.