Fleiri ungir og frískir með heilabilun

Áætlað er að á Íslandi séu um 5000 manns með heilabilun og fólk á besta aldri meðal þess en yngra fólk er í meira mæli að greinast. Rúmlega helmingur heilabilaðra á Íslandi eru með Alzheimer en aðrir með ýmist konar önnur afbrigði og sum ansi flókin. Fleiri greiningar meðal yngri einstaklinga getur helgast af því að greining er betri en áður fyrr þótt ekkert sé endanlega staðfest um þessa fjölgun.

Sigurbjörg Hannesdóttir fræðslustjóri Alzheimers samtakanna og Kristín Kristófersdóttir, sem á eiginmann sem greindist með heilabilun 53ja ára en hafði verið fullhraustur maður, starfandi skipstjóri. Í dag er hann óvinnufær og augljóst er að fleiri félagsleg úrræði þarf fyrir fólk eins og hann sem þarf mun meira við að vera allan daginn. Sigurbjörg og Kristín mæta til Lindu Blöndal í þáttinn 21 í kvöld, þriðjudag.

Verkefnið Heilavinir hefur farið vel af stað. Sigurbjörg segir frá því en að baki þess er stór hópur fólks sem vinnur að því að staða heilabilaðra og aðstandenda þeirra verði bætt. Stefnt er að því að safna 5000 Heilavinum – Vin fyrir hvern þann sem er greindur. Við erum með heimasíðu www.heilavinur.is og fyrsti heilavinurinn í verkefninu var forsetafrúin, Eliza Reid, sem er einnig verndari samtakanna.

Ekkert kostar að vera heilavinur en með því leggur fólk einfaldlega velvild sína til samtakanna.