Flateyrartríóið berst fyrir sömu stjórn

Náttfari fjallaði nýlega um einkennilegt inngrip seðlabankastjóra í kosningabaráttuna skömmu fyrir kosningar þegar hann steig langt út fyrir embættisvið sitt – eins og reyndar stundum áður.
Eftir þá umfjöllun hafa borist fréttir af athyglisverðum félagsskap sem ÁsgeirJónsson var í á Flateyri um síðustu áramót þar sem hátíðarhöld og gleðilæti voru með þeim hætti að eftir var tekið. Þar voru samankomnir þeir Ásgeir, Andrés Magnússon og Illugi Gunnarsson sem hrökklaðist út úr stjórnmálum árið 2016 eftir fjármálahneyksli í tengslum við Orka Energy. Andrés hefur lengi verið lykilmaður í starfi skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins en vinnur nú á Morgunblaðinu, m.a. við að skrifa „fréttir“líkt og Agnes Bragadóttir var þekkt fyrir hin síðari ár. Skrifin einkenndust þá, og einkennast enn, af óskhyggju varðandi hag og stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir að mjög tókað halla undan fæti hjá flokknum.
Því miður er það svo fyrir þá þremenninga,og aðra sem vonast eftir því að sama ríkisstjórn sitji áfram lítið breytt, að æ ljósara verður að líkurnar á því fara minnkandi og eru nú nær hverfandi.
Sú staðreynd verður ekki umflúin að Vinstri græn töpuðu þremur þingsætum á meðan Framsókn vann fimm sæti. Þar með höfnuðu kjósendur forystu Vinstri grænna í ríkisstjórn og lögðu forystuhlutverkið í hendur formanns Framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði enn fylgi á milli kosninga en heldur óbreyttri þingmannatölu, þeirri lægstu sem flokkurinn hefur hlotið í sögunni. Einu sigrar Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum felast í því að útkoma kosninga hefur verið flokknum illskárri en skoðanakannanir hafa bent til. Árangurinn í kosningunum um síðustu helgi er sá næst versti í rösklega 90 ára sögu flokksins – nokkurn veginn á pari við afhroðið strax eftir hrun
Þá liggur fyrir að innan Sjálfstæðisflokksins ríkir megn andúð í garð Svandísar Svavarsdóttur og Guðmundar Inga Guðbrandssonar en þau eru óumdeild ráðherraefni vinstri grænna fari Katrín í nýja stjórn. Þótt ekki væri nema vegna þessa er næsta víst að núverandi ríkisstjórn verður ekki endurnýjuð.
- Ólafur Arnarson