Fiskvinnsla á heimsmælikvarða

Þátturinn Atvinnulífið er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld en þetta er fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð á þessu ári.

Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi og Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður heimsóttu nýlega glænýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík sem tók til starfa í ágúst á síðasta ári. Það tók um 3 ár að hann og smíða húsið sem búið er allri fullkomnustu tækni sem þekkist nú til dags m.t.t. hátækni, sjálvirkni og um leið aukinni framleiðni í fiskvinnslu. Húsið leysti af hólmi eldra hús á Dalvík sem hafði verið í notkun um nokkurra áratuga skeið og orðið barn síns tíma. Fjöldi íslenskra hátæknifyrirtækja hefur tekið þátt í því að gera þetta hús svo fullkomið sem raun ber vitni og má þar m.a. nefna fyrirtækin Völku, Samey og Kælismiðjuna Frost.

Í þættinum er fjallað um ferli þorsksins í máli og myndum frá því hann er fluttur frá skipshlið inn í fiskvinnsluhúið og þar til hann hefur verið fullunninn í þar til gerðar söluafurðir, ferskur eða frosinn, allt eftir hentugleika viðskiptavina Samherja. Rætt er við Gest Geirsson framkvæmdastjóra Landvinnslu Samherja og Sigurð Jörgen Óskarsson framleiðslustjóra á Dalvík um reynsluna af

húsinu þar sem af er auk annarra mikilvægra atriða sem stjórnendur Samherja lögðu áherslu á við hönnun hússins.

Sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið er hluti af fræðslu og kynningarefni Hringbrautar og verður á dagskrá n.k. mánudaga kl. 20.00.