Finnur og Þorgerður hjóla í ríkisstjórnina: „Ó­fag­leg vinnu­brögð og gölluð rök“

Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, sem situr í stjórn Landverndar, láta íslensk stjórnvöld heyra það í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

„Náttúran er það dýr­mætasta sem við eigum. Við erum ekki æðri náttúrunni heldur erum við hluti af henni. Náttúran er undir­staða okkar til­veru og vel­sældar. Á þessu byggir frasinn „náttúran á á­vallt að njóta vafans“. Þessar stað­reyndir virðast oft gleymast í um­ræðunni og á­kvarðana­töku um auð­linda­nýtingu og orku­fram­leiðslu. Nú þegar við stöndum frammi fyrir hnatt­rænni lofts­lag­s­krísu og mestu eyði­leggingu vist­kerfa í mann­kyns­sögunni er lausnin ekki að eyði­leggja meiri náttúru. Svo ein­falt er það!“

Þetta segir í pistlinum en líkt og þessi fyrstu orð gefa til kynna varða skirf þeirra náttúruvernd. Þá saka þau Finnur og Þorgerður ríkisstjórnina um „Ó­fag­leg vinnu­brögð og gölluð rök“ varðandi afgreiðslu síðustu rammaáætlunar.

„Ríkis­stjórnin náði sátt um hvernig ætti að af­greiða 3. á­fanga ramma­á­ætlunar og keyrði hann í gegnum þingið á ör­skots­stundu rétt fyrir þing­lok. Brugðið var frá því fag­lega mati sem verk­efna­hópur ramma­á­ætlunar lagði fram. Slíkt er ekki ó­eðli­legt enda kveða lögin á um að þingið megi leggja til breytingar. En þegar brugðið er frá þver­fag­legu mati hlýtur að þurfa að standa vel að því.

Einn virkjana­kostur var færður úr bið­flokki í nýtingar­flokk, fimm voru færðir úr verndar­flokki í bið­flokk, og þrír úr nýtingar­flokki yfir í bið­flokk. Rökin fyrir til­færslunum eru veik; haldið er fram að verndar­gildi kunni að hafa verið of­metið og látið er eins og vafi sé á um lög­mæti mats á ein­staka kostum, þrátt fyrir að gögn frá ráðu­neytinu segi annað.

Rétt­lætingar til­færslnanna halda ein­fald­lega ekki vatni. Þau svæði sem búið er að meta sem svo að þau eigi skilið frið­lýsingu, á ekki að færa úr verndar­flokki án þess að eitt­hvað nýtt hafi komið fram sem dregur veru­lega úr verndar­gildi svæðisins. En þetta var ekki raunin. Ef eitt­hvað er þá hefur verndar­gildið einungis aukist, þar sem sótt er harðar að náttúrunni með hverju árinu, bæði hérna á Ís­landi og á heims­vísu. Þetta kemur skýrt fram í fjöl­mörgum skýrslum frá IUCN, IP­BES, IPCC, WEF og fleiri al­þjóð­legum stofnunum.“

Þau segja óá­sættan­legt að skýla sér á bak við skuld­bindingar Ís­lands og segja nauð­syn­legt að Íslendingar auki í­myndunar­aflið sitt:

„Í stað þess að skipta út öllum bensín- og dísil­bílum fyrir raf­bíla ættum við að fækka bílum. Í stað þess að halda á­fram að verja um 80% allrar raf­orku sem við fram­leiðum í stór­iðju ættum við að veita henni í sjálf­bærari far­vegi. Það sama mætti segja um raf­mynta­gröft og svona mætti lengi draga upp mögu­legar fram­tíðar­sviðs­myndir.“

Hægt er að lesa pistil þeirra Finns og Þorgerðar í heild sinni hér.