Fimm stjörnu lúxushótel í sveitastíl þar sem íslensk náttúra skartar sínu fegursta

29. júní 2020
16:00
Fréttir & pistlar

Á Suðurlandi eru margir stórbrotnir staðir sem vert er að heimsækja og sennilega hvergi meiri fjölbreytni í náttúrufari á Íslandi. Á Suðurlandinu má finna háhitasvæði, jökulár, jökla, eldfjöll, eldfjallagýga, eldfjallaeyjar, fossa, goshveri, langar svartar sjávarstrendur og stöðuvötn af öllum stærðum og gerðum.

Grímsborgir d2nsaNIA.jpeg.jpg

Margir staðir eru þekktir og mikil náttúrufegurð er á Suðurlandinu en þar leynist líka ein perla í Grímnesinu, Hótel Grímsborgir. Ólafur Laufdal veitingamaður og frumkvöðull í skemmtanabransanum er eigandi Hótel Grímsborga ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. Sjöfn Þórðar heimsækir Ólaf Laufdal og Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra í Grímsborgir og fær Ólaf til að af svipta hulunni af því hvers vegna hann ásamt eiginkonu ákváðu að reisa Hótel Grímsborgir og fóru út í þann hótelrekstur sem er einstakur sinna tegundar hér á landi og þótt víða væri leitað. Híbýli Hótel Grímsborga vekja eftirtekt og eru sveipuð rómantík í sveitastíl eins og hann gerist bestur.

Grímsborgir four-bedroom apartment.hot-tub.jpg

„Við áttum sumarbústað við Álftavatn, bústað sem við höfðum átt í 20 til 30 ár en langaði að breyta til þar sem samfélagið þar í kring var að breytast.“ Á þeim tíma þar sem Hótel Grímsborgir eru núna, var hringur með 36 lóðum sem voru ætlaðar fyrir einbýlishús. „Við Kristín ákváðum að selja sumarbústaðinn við Álftavatn og byggðum okkur 300 fermetra hús á einni lóðinni. Við prófuðum að vera hérna í hálft ár og líkaði svo vel að við seldum húsið í Arnarnesinu. Ég var eiginlega hættur að vinna,“ segir Ólafur. Málin þróðuðust svo að eftir það og keyptu hjónin eina og eina lóð, byggði þar 16 hús og á í dag flestar lóðirnar sem eru í Grímsborgum.

F&H - Grímsborgir - María Brá Finnsdóttir.png

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu undir forystu Ólafs og Kristínar eiginkonu hans sem minnir mann óneitanlega á lítið fallegt þorp. Glæsileg einbýlishús hafa risið með góðri útiaðstöðu og heitum pottum sem eru út um allt, huggulegar hótel álmur og fallegir veitingasalir prýða móttóku hótelsins þar sem tekið er höfðingjalega á móti gestum.

Grímsborgir Birds eye.Four-bedroom.apartment.jpgVert er að halda því á lofti að hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur og stoltur af þeim árangri sem þeim hefur tekist að ná ásamt sínu góða starfsfólki.

F&H - Haninn á Grímsborgurum - Ólafur.jpg

„Það er hægt að fá hjá okkur 200 fermetra hús, 60 fermetra íbúðir, svítur, svo eru venjuleg hótelherbergi og 8 junoir svítur,“ segir María Brá. Öll gistirýmin eru afar smekklega innréttuð í rómantískum sveitastíl með lúxusívafi sem gerir gistinguna afar huggulega í kjarri vöxnu og fallegu umhverfinu. Þjónustustigið er hátt og það má segja að gestir geti beðið um nánast hvað sem er. Starfsfólkið er boðið og búið til að koma til móts við þarfir gestana allan sólarhringinn. María Brá tekur jafnframt fram að það sé mikið um að fólk komi til Grímsborga til að halda upp á sérstök tilefni eins og brúðkaup og stórafmæli. „Það kemur mörgum skemmtilega á óvart hve stutt er að skreppa í algera kyrrð og sveitasælu“, segir María. Missið ekki af áhugaverðri heimsókn í Grímsnesið þar sem við fáum innsýn í híbýlin á Grímsborgum og söguna af tilurð þeirra.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.