Fékk far með Landhelgisgæslunni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr fríi sínu til að sækja samráðsfund um að lifa með kórónaveiruna í síðustu viku. Stundin greinir frá þessu.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta og segir í spjalli við Stundina að Landhelgisgæslan hafi haft frumkvæði að því að bjóða ráðherra að fljúga með þeim.

Áslaug Arna var stödd í hestaferð með föður sínum á Suðurlandi og hafi þyrlan var fljúga með sérfræðinga Veðurstofunnar á Langjökul. Ásgeir segir algengt að fljúga með ráðamenn innan slíkra verkefna eða æfinga en að það gerist ekki oft.

Ráðherrann yfirgaf fundinn rétt áður en vinnusmiðjan og pallborðsumræður hófust en hún var þó ekki með erindi á fundinum, sem var streymt í gegnum netið.

Dómsmálaráðherra var meðal þeirra þurftu að fara í tvö­falda sýna­töku og viðhafa smit­gát á milli eft­ir að hafa verið á Hót­el Rangá þar sem nokkr­ir ein­stak­ling­ar sem greind­ust smitaðir af kór­ónu­veirunni höfðu verið.

Flugstjóri þyrlunnar var einnig á Hótel Rangá og snæddi þar morgunverð á sunnudaginn. Hann er nú í sóttkví.