Fann­ey birtir skila­boðin frá þjálfaranum: „Ó­við­eig­andi frá ríg­full­orðnum giftum manni“

„22 ára gömul fékk ég þessi skila­boð frá þjálfara í deildinni,“ segir körfu­bolta­konan Fann­ey Lind Thomas sem birti á Twitter-síðu sinni í gær skila­boð sem hún fékk frá kvæntum karl­kyns körfu­bolta­þjálfara.

Eins og greint var frá í gær mun körfu­bolta­dómarinn og skóla­stjórinn Leifur S. Garðars­son ekki dæma aftur fyrir KKÍ eftir að hafa sent ó­við­eig­andi skila­boð til leik­manns í meistara­flokki kvenna. Leifur er skóla­stjóri í Ás­lands­skóla í Hafnar­firði og hefur einnig getið sér góðs orðs sem knatt­spyrnu­þjálfari.

Eins og sést á færslu Fann­eyjar hér að neðan sendi ó­nefndur þjálfari í deildinni henni nokkur ó­við­eig­andi skila­boð. Er til­efni færslunnar væntan­lega mál Leifs, en tekið skal fram að hann er þessum skila­boðum ó­við­komandi.

Í skila­boðunum sem Fann­ey birtir er meðal annars að finna eitt­hvað sem á trú­lega að vera klám­fenginn brandari. Af myndinni að dæma bárust skila­boðin árið 2012.

„Mjög svo ó­við­eig­andi frá ríg­full­orðnum giftum manni. Slík hegðun fjöl­margra þjálfara sem ég veit um gagn­vart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár,“ sagði Fann­ey á Twitter-síðu sinni en færsla hennar vakti tals­verða at­hygli.