Fal­legur skandinavískur stíll og list ein­kennir þeirra fal­lega heimili

Arna Guð­laug Einars­dóttir köku­skreytinga­meistari, fagur­keri og lífs­kúnster verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Arna Guð­laug Einars­dóttir sem meðal annars er með Köku­kræsingar Örnu og er orðin þekkt fyrir sínar stór­glæsi­legu köku­skreytingar flutti til Ís­lands fyrir tæp­lega fjórum árum, haustið 2016, með fjöl­skyldu sinni frá Brussel. Þegar kom að því að leita af drauma­húsinu kol­féllu þau strax fyrir fal­legu og reisu­legu húsi á hæðunum í Garða­bæ þar sem þau hafa hreiðrað vel um sig. Sjöfn heim­sækir Örnu í þættinum í kvöld og fær inn­sýn í þeirra fal­lega heimilis­stíl.

Arna og eigin­maður hennar, Ólafur Aðal­steins­son eru miklir fagur­kerar og list­fengin. Á heimili þeirra má finna fal­lega ís­lenska list sem gefur heimilinu sterkan og list­rænan blæ.

„Ég myndi segja að skandinavískur stíll ein­kenni heimili okkar og list, en við höfum mjög gaman að því að safna mál­verkum, sér­stak­lega eftir ís­lenska lista­menn,“ segir Arna. Einnig er Arna ein­stak­lega skipu­lögð og ber heimili þess sterk merki. Eld­húsið er ein­stak­lega vel skipu­lagt og lita­palletturnar tóna vel saman.

„Við fengum Sæju innan­húss­arki­tekt til að hanna eld­húsið í sam­ráði við okkur og við erum al­sæl með út­komuna,“ segir Arna og segir að eld­húsið sé eitt vin­sælasta rými heimilisins. Einnig eiga hjónin dá­sam­legan griða­stað á efri hæð hússins þar sem Arna segir að þau nái að hug­leiða og endur­nærast í dags­lok. Missið ekki af á­huga­verðu og skemmti­legu inn­liti Sjafnar til Örnu í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.