Fal­legasta mynd dagsins: Guð­mundur Felix hitti loksins mömmu sína

Guð­mundur Felix Grétars­son, sem gekkst undir hand­leggja­á­græðslu í frönsku borginni Lyon, á dögunum fékk loksins að hitta móður sína á sjúkra­húsinu þar sem hann dvelur.

Guð­mundur birti afar fal­lega mynd af þeim mæðginum á Face­book-síðu sinni. „Loksins veitti spítalinn undan­þágu til að ég gæti hitt mömmu. Þetta er í annað sinn frá að­gerðinni sem ég hitti hana og vonandi fæ ég að hitta pabba minn um helgina,“ segir hann.

Guð­mundur Felix er allur að koma til eftir hina um­fangs­miklu að­gerð sem fram­kvæmd var þann 13. janúar síðast­liðinn. Hann hefur glímt við smá­vægi­legar auka­verkanir sem er ekki ó­al­gengt þegar um svo um­fangs­miklar að­gerðir er að ræða.

Eins og kunnugt er missti Guð­mundur báða hand­leggina í vinnu­slysi hér á landi árið 1998. Að­gerðin sem hann gekkst undir í Frakk­landi í janúar er ein­stök á heims­vísu. Myndin af Guð­mundi Felix og móður hans má sjá hér að neðan.

Finally the hospital has made an exception to see my mom. This is the 2nd time that I meet her since the operation and...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021