Falleg tímalaus hönnun á barnaleikföngum sem gleður lítil hjörtu

Þessi fallegu handgerðu barnaleikföng fást hjá Hnyðju og eru íslenskt handverk. Þetta eru gamaldags dúkkuvagnar, vöggur og vörubílar eins voru til í gamla daga og eru algjör nostalgía. Handgerð barnaleikföng er falleg jólagjöf sem lifir og varðveitist með eigandanum.

Dúkkuvagnarnir eru einstaklega fallegir og tímalaus hönnun sem fanga augað. Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára.

Hnyðja Vagn-Gammel-Rose.png

Hægt er að fá dúkkuvagnana í fjórum litum; gammel rose sem er antík bleikur litur, lime grænum, sæbláum og rauðum. Gaman er að segja frá því að það fylgja líka með sængurföt.

Hið sama má segja um vörubílana sem minna á gamla tímann, hönnun þeirra er tímalaus og gleðja augað.. Hægt er að fá vörubílana í fjórum litum, bláum, grænum, rauðum og sæbláum.

Hnyðja Vorubill-Saeblar.png

Dúkkuvöggurnar eru himneskar og gleðja mörg barnshjörtu. Þær fást líka í nokkrum litum. Hægt er að fá þær í sæbláum lit, rauðar, lime grænar og antík bleikum lit sem kallast Gammel Rose.

Hnyðja Vagga-Gammel-Rose.png

Við handverkið er ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía, það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.

Hægt er að kynna sér vörurnar sem í boði eru nánar á heimasíðu Hnyðju sem hér er: Hnyðja