Þórir Snær Sigurðarson skrifar

“faðir kvikmyndanna” á hvíta tjaldinu í kvöld

13. apríl 2018
13:28
Fréttir & pistlar

Á Hvíta tjaldinu í kvöld verður stiklað á stóru í lífi kvikmyndaleikstjórans D. W. Griffith, en hann hefur oft verið kallaður faðir kvikmyndanna. Á sínum stutta leikstjóraferli slípaði hann til fjölda tæknilegra aðferða sem gerðu kvikmyndaformið að því sem það er í dag. Hann var manna fyrstur til að taka kvikmynd í Hollywood, var einn af stofnendum Bandarísku kvikmyndaakademíunnar og kom hinni ungu Mary Pickford á framfæri sem leikkonu, sem varð heimsfræg kvikmyndastjarna.

Í þættinum verður einnig sýnd samantekt þekktra kvikmynda sem gerast á tímum þrælastríðsins, og greint frá kvikmyndum á borð við Hershöfðingjann (The General) með Buster Keaton, Á hverfanda hveli (Gone with the Wind) og Lincoln eftir Steven Spielberg svo eitthvað sé nefnt.

Hvíta tjaldið er á dagskrá í kvöld kl 21:30 á Hringbraut.