Face­book skellir í lás á Pál: „Þið verðið að kvarta við Face­book ekki mig“

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, fagnaði sex­tíu og sex ára af­mæli sínu í gær. Eins og gerist og gengur á­kvaðu vinir og vanda­menn Páls að senda honum af­mælis­kveðju á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

Páll á­kvað að þakka fyrir sig í dag en svo virðist sem hann hafði ekki erindi sem erfiði þar sem Face­book hefur bannað Páli að skrifa at­huga­semdir á vef sínum. Af skjá­skoti Páls að dæma virðast á­stæður Face­book vera þær að sam­fél­smiðilinn er að reyna koma í veg fyrir mis­ferli á vef sínum.

„Kæru vinir! Ég þakka ykkur öllum inni­lega sem senduð mér fal­legar af­mælis­kveðjur. Ég hef lesið þær allar og var stað­ráðinn í að þakka per­sónu­lega fyrir hverja og eina, enda þykir mér vænt um hverja og eina. Face­book bannar mér það hins vegar,“ skrifar Páll á Face­book.

„Tvisvar á einum sólar­hring hafa þeir lokað fyrir ''komment'' frá mér með til­kynningunni á myndinni um að ég megi ekki skrifa fleiri skila­boð
Þið öll sem ekki hafið fengið per­sónu­lega þakkar­kveðju frá mér verðið því að kvarta við face­book en ekki mig! En sem sagt: Takk,“ skrifar Páll