Ey­þór: „Það þótti sniðugt. Núna er enginn að hlæja“

„Sorpa­nos, sögðu þeir í aug­­lýsingum Sorpu. Það þótti sniðugt. Núna er enginn að hlæja,“ segir Ey­þór Arnalds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórn, í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

Þar skrifar Ey­þór um mál­efni Sorpu og segir hann fé­lagið, eitt af dóttur­fé­lögum borgarinnar, vera í rusli. „Flokkun hefur verið minni í Reykja­­vík en víða annars staðar á landinu. Urðun meiri en í Evrópu. Nú á að hætta að urða sorp um næstu ára­­mót. Þess í stað er verið að byggja gas- og jarð­­gerðar­­stöðina Gaja. Hún virðist hafa gengið sjálf­ala,“ segir hann.

Ey­þór segir að kostnaðurinn við byggingu hennar hafi farið fram úr öllum á­ætlunum og stefni í sex milljarða króna, rúm­lega tólf bragga.

„Að ó­­breyttu verður reikningurinn sendur á heimilin í formi gjald­­skrár­hækkana. Á þessu ári hefur Sorpa tekið tvö neyðar­­lán upp á eitt þúsund og fimm hundruð milljónir króna en fyrir­­­tækið stendur mjög illa fjár­hags­­lega.“

Ey­þór segir að ekki sé nóg með að reikningurinn sé sendur á skatt­greið­endur heldur hafi borgin veð­sett út­svars­tekjur borgarinnar svo Sorpa geti tekið lán fyrir fram­úr­keyrslunni.

„Fram­úr­­keyrslan virðist hafa komið eig­endunum á ó­­vart. Aðal­­eig­andi er Reykja­víkur­­borg, sem hefur staðið að því að farið var í verk­efnið. Borgar­­stjóri sjálfur tók á­kvarðanir á for­m­­legum eig­enda­vett­vangi Sorpu en hann fer með 60% allra hluta í fé­laginu. Þegar verk­­smiðjan er til­­búin á hún að fram­­leiða metan­­gas og moltu. Þrátt fyrir í­trekaðar beiðnir hefur engin rekstrar­á­ætlun fundist. Engir samningar eru um sölu á metangasinu og er markaður fyrir það lítill. Þetta þarf að leysa.“

Ey­þór segir að moltan sé sér kapítuli út af fyrir sig og ekki sé víst að hún gangi út. Ef hún gerir það ekki verður hún upp­safnaður vandi.

„Tækni­­­lausnirnar í gas­­gerðar­­stöðinni eru um­­­deildar og því ó­­víst að allt virki. Það á ein­fald­­lega eftir að koma í ljós. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Og sorpið ekki farið þó væntingar hafi verið um það. Sorpa­nos, sögðu þeir í aug­­lýsingum Sorpu. Það þótti sniðugt. Núna er enginn að hlæja,“ segir Ey­þór að lokum.