Eva Lauf­ey ó­sátt og fær tjónið ekki bætt: „Ég trúi ekki að ég sé að röfla enn eina ferðina“

Sjón­­varpskokkurinn Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dóttir er ein af mörgum lands­­mönnum sem hafa lent í tjóni vegna þess hversu illa gekk að hreinsa göturnar í vetur.

„Ég bara lenti í svona holu, einni af mörgum á veginum á leiðinni upp á Akra­nes þar sem ég bý,“ sagði Eva í sam­tali við Frétta­blaðið í mars. „Það fóru tvö dekk og það er núna verið að skoða bílinn sem fór í við­­gerð.“

Eva leitaðist eftir því að fá tjón sitt bætt í kjöl­farið en núna fyrst í maí bárust svör um að hún þurfi að bera það sjálf.

„Ég trúi ekki að ég sé að röfla enn eina ferðina yfir þessum blessuðum vegum okkar en jæja. Í dag fékk ég þau skila­boð frá Vega­gerðinni að ég fæ ekki tjón bætt vegna þess að ég var sú fyrsta að til­kynna stór­hættu­legar holur á veginum á Kjalar­nesi,“ skrifar Eva á Face­book.

„Það voru margir bílar sem lentu illa í þessum holum og heppin þau að ég hafi verið sú fyrsta að til­kynna. Þetta virkar sem sagt þannig að sá fyrsti sem hringir og til­kynnir fær ekki tjónið bætt en hinir fá bætt. Geggjuð regla og hvetur okkur heldur betur til þess að til­kynna hættu­lega vegi,“ bætir hún við og deilir frétt Frétta­blaðsins frá því í mars.

„Þessi frétt var skrifuð í mars þegar ó­happið átti sér stað og ég var að fá svar núna í lok maí varðandi tjónið,“ skrifar Eva sem er ekki sátt með niður­stöðuna.