Erna Ýr kemur Þórdísi Kolbrúnu til varnar: „Ágætis áminning um það hvað slík barátta felur í sér“

Það má segja að samskiptaforritið Twitter hafi tryllst yfir tísti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í tilefni af degi Martin Luther King í gær. Þar sagði hún:

„Líf okkar byrjar að enda þann dag sem við þegjum yfir hlutunum sem skipta máli,“ sagði hún og vitnaði í mannréttindabaráttumanninn. Svo sagði hún: „Viska Dr Martin Luther King hættir aldrei að vera viðeigandi, sérstaklega á tímum þar sem skorað er á grundvallarréttindi sem við tölum vera örugg og trygg.“

Telja netverjar að þarna sé hún að tala um sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og setja þannig samasemmerki á milli þeirra og baráttu svartra í Bandaríkjunum. Nánast allir fordæma Þórdísi Kolbrúnu og hæðast að henni nema örfáir.

Flest hæðast þau að henni.

Þá vilja sumir meina að þetta veki erfiðar spurningar.

Það eru til þeir sem skilja málið öðruvísi:

Enn sem komið er, er það aðeins blaðamaðurinn Erna Ýr Öldudóttir, sem kemur Þórdísi til varnar, en hún segir:

„Ég sé að litlu skitnu eineltishrottarnir á twitter raða sér eins og lýs, og iða eins og mor, utan á Þórdísi Kolbrúnu fyrir að hafa minnst baráttumanns fyrir mannréttindum. Ef til vill ágætis áminning um það hvað slík barátta felur í sér.“