Erna sendir Ás­laugu Örnu skýr skila­boð: „Ef ein­hvern tímann er EKKI þörf [...] þá er það núna"

„Ef ein­hvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna,“ segir Erna Reynis­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla – Save the Children á Ís­landi, í grein á Vísi.

Þar sendir hún Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra skýr skila­boð, en til­efnið er Twitter-færsla Ás­laugar á dögunum þar sem hún sagði að ef ein­hvern­tímann væri þörf á net­verslun með á­fengi væri það núna.

Erna segir að í ljósi þessa vilja Barna­heill á­rétta eftir­farandi:

„Ef ein­hvern tímann er EKKI þörf fyrir..

-aukna hættu á heimilis­of­beldi
-aukna hættu á of­beldi gegn börnum
-aukna hættu á að börn búi við van­rækslu
-hættu á auknum kvíða barna og and­legum á­föllum

... þá er það núna.“

Í grein sinni segir Erna að Barna­heill hafi ekki að­eins á­hyggjur af að­gengi barna og ung­menna að á­fengi, heldur ekki síður af auknu að­gengi for­eldra að á­fengi.

„Aukið að­gengi að á­fengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barna­heilla til þín. Rann­sóknir sýna að aukin á­fengis­neysla for­eldra hefur nei­kvæð á­hrif á börn.“

Þá bendir Erna á að á­fengis­neysla slævi huga og dóm­greind fólks. „Á­fengis­neysla þeirra for­eldra sem nú þegar stunda hana stjórn­laust færist meira inn á heimilin sökum sam­komu­banns. Það á­stand eykur álag á börn um­tals­vert og kvíði þeirra eykst við að sjá for­eldra sína í annar­legu á­standi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft á­fengi um hönd. En á­fengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn,“ segir hún.

Í ljósi meðal annars þessa skora Barna­heill á Ás­laugu Örnu að bæta ekki á vanda barna sem búa við ó­öruggar upp­eldis­að­stæður með því að auka að­gengi enn frekar að á­fengi en nú er orðið.

„Börn geta ekki valið sér heimilis­að­stæður og það búa ekki öll börn við heimilis­frið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn of­beldi og van­rækslu, án mis­mununar. Stjórn­völd þurfa því að tryggja sér­stak­lega vernd barna í ó­við­unandi að­stæðum gegn aukinni á­fengis­neyslu, vegna hinna nei­kvæðu af­leiðinga sem af henni hljótast.“

Erna segir að nú sé brýnt að við sem sam­fé­lag finnum allar þær já­kvæðu leiðir sem fyrir­finnast til að vinna saman á þessum tímum og að­stoða sam­fé­lagið í gegnum erfiða stöðu vegna Co­vid-19.

„Ef ein­hvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barna­heill hafa Barna­sátt­málann að leiðar­ljósi í öllu sínu starfi og leggja sér­staka á­herslu á vernd gegn of­beldi og van­rækslu.“