Erna er læknir í New York: Gagn­rýnir Donald Trump harð­lega - Reið, hrædd og sorg­­mædd

„Suma daga er ég full af orku og adrena­líni, aðra upp­gefin og þess á milli rokka ég á milli þess að vera reið, jafn­vel hrædd eða ó­lýsan­lega sorg­mædd,“ segir Erna Kojic, smit­sjúk­dóma­læknir á Mount Sinai-sjúkra­húsinu í New York.

Erna er í við­tali við Lækna­blaðið um stöðu mála en eins og kunnugt er eru Banda­ríkin það land sem hefur farið verst út úr CO­VID-19 far­aldrinum til þessa. Tala látinna þar er komin í 100 þúsund, þar af rúm­lega 23 þúsund í New York-ríki.

„Það er gífur­lega erfitt að ræða við að­stand­endur þeirra sem eru í dánar­ferlinu vegna þess að ó­líkt því sem áður var, geta þeirra nánustu ekki verið við dánar­beðinn. Oft aldraðir sem hafa búið saman í ára­tugi er síðan stíað í sundur af veirunni á loka­stund,“ segir Erna í við­talinu sem bendir á að hún sinni einungis veikustu CO­VID-sjúk­lingunum.

Erna segir að for­svars­menn sjúkra­hússins hafi brugðist vel við far­aldrinum og þurft að taka á­kvarðanir hratt.

„Heil­brigðis­yfir­völd tengd stjórn­völdum er auð­vitað allt annað mál. Ég þarf ekki að út­lista hversu mikið á­hyggju­efni það er að vera með for­seta sem talar tóma þvælu þegar kemur að heil­brigðis­málum. Þrátt fyrir að hafa góðan ráð­gjafa í Tony Fauci, hlustar hann ekki. Stjórn­endur New York- fylkis og borgarinnar hafa staðið sig mjög vel, þá sér­stak­lega Cu­omo,“ segir Erna sem á von á því að lífið breytist nokkuð þegar far­aldurinn verður yfir­staðinn.

„Ég held að far­aldurinn muni breyta mjög miklu. Handa­bönd verða ekki lengur til. Mikið af vinnu á göngu­deildum mun senni­lega breytast yfir í fjar­skipti þar sem við komum til með að meta sjúk­lingana í gegnum tölvur,“ segir hún og bætir við:

„Stærra vanda­mál bíður okkar eftir allt þetta því það er afar lík­legt að við taki fjár­hags­leg kreppa. Margir munu eiga afar erfitt með að fá vinnu og svo fram­vegis. CO­VID-19 hefur líka kennt okkur að það sem við áður töldum vera lífs­nauð­synjar, eru það ekki lengur. Hreint vatn og sápa hefur toppað alls konar ó­þarfa sem við keyptum hér áður fyrr.“