Erlendur sérfræðingur lýsir Íslandi á þennan hátt: „En Íslendingar sjá þetta ekki svona“

„Peningar voru frekar nýtt fyrirbæri þarna – þau byrjuðu að nota þá bara fyrir nokkrum kynslóðum síðan. Fyrir það voru peningar eitthvað sem danskir valdamenn höfðu en ekki Íslendingar. Svo það eitt að eiga peninga er frekar spennandi á Íslandi.“

Þetta segir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu og höfundur bókarinnar Iceland’s Secret: The untold story of the world’s biggest con, en hann var í viðtali hjá World Finance, en þar ræddi hann um hrunið og fleira varðandi íslenskt efnahagslíf. DV fjallaði fyrst um málið íslenskra miðla.

Hann lýsir Íslandi á þennan veg:

„Þetta er svona „við erum svo fá svo ég verð að gefa frænda mínum afslátt.“ Það er mikið af maður-á-mann spillingu. Fólkið elskar að komast í kringum kerfið, sem er mannlegt eðli, en í þessu tilfelli er kerfið lítið samfélag svo þú ert í raun að svindla á nágrönnum þínum. En Íslendingar sjá þetta ekki svona.“

Jared segist hafa lent illa í því, til að mynda hafi hann misst allt spariféið sitt í hruninu. Þá hefur hann þetta að segja um góðærið, en hann segir að þar hafi íslendingar tapað sér í gleðinni.

„Stærsti glæpurinn átti sér stað innan bankanna. Venjulegt fólk græddi ekki heldur enduðu með að þurfa að borga brúsann. Fólk sagði oft við mig : „En Ísland náði sér á strik“. En enginn gaf mér húsið mitt til baka.“

„Þetta var stærsta efnahagshrun í sögu vestrænnar menningar og maðurinn sem var við stjórnina var enn þarna.“ segir Jared um að Davíð Oddsson hafi haldi völdum í Seðlabankanum eftir efnahagshrunið.

Þið litla sem hafi gerst var að Sjálfstæðisflokknum var komið af valdastólnum, en hann hafi ekki verið úr honum lengi.

„Þau komust aftur að völdum ásamt litla bróður sínum, Framsóknarflokknum, í kosningabandalagi árið 2013. Þau sögðu að síðustu fjögur árin hafi verið erfið, ekki vegna þess að þau hafi keyrt landið í þrot árið 2008, heldur út af hinum flokkunum. Svo þau lofuðu skuldaleiðréttingu á húsnæðislánum og komust aftur að borðinu.“