Enskir fjölmiðlar fjalla um áfallið hræðilega í lífi Gylfa

Fjölmiðlar á Englandi fjalla nú um atburðinn hræðilega sem átti sér nýverið stað í Garðabæ þegar 11 ára drengur lést á heimili sínu. Líkt og fram hefur komið lést Maximilian Helgi Ívarsson fyrr í þessum mánuði af völdum skotsárs. Ekkert saknæmt átti sér stað.

Ástæða umfjöllunarinnar er að drengurinn er bróðir Alexöndru, eiginkonu Gylfa Sigurðssonar, knattspyrnumanns í Everton. The Sun vitnar í hjartnæma minningargrein Gylfa og Alexöndru í Morgunblaðinu þar sem segir meðal annars að Maximilian Helgi hafi talað þrjú tungumál frá unga aldri.

Fjallað er um málið í bresku pressunni, meðal annars í SUN, hins vegar koma fram fullyrðingar í þeirri umfjöllun eru ýmist andstæðar því sem íslensk yfirvöld hafa sagt um málið eða ekki hefur fengist staðfest.