Elín segir hingað og ekki lengra: „Með grill­veislum eins og þessum er traustið brotið niður“

„Októ­ber er greini­lega kjör­tími fyrir grill­veislur í fjöl­miðlum. Steikin í dag var for­stjóri Land­spítala og starfs­fólk Landa­kots,“ segir Elín Tryggva­dóttir hjúkrunar­fræðingur í færslu á Face­book-síðu sinni.

Ó­hætt er að segja að færslan hafi vakið mikla at­hygli og hafa vel yfir þúsund manns deilt henni þegar þetta er skrifað. Þar gagn­rýnir hún meðal annars um­fjöllun fjöl­miðla um hóp­smitið sem kom upp á Landa­koti á dögunum.

„Það var ekki nóg að steikja for­stjóra á upp­lýsinga­fundinum í dag heldur var kola­grillaði í Kast­ljósi. Reynt að finna söku­dólga og pressa við­mælanda til að benda á ein­hvern einn. Og til hvers? Til að grýta hann eða senda í út­legð? Kannski senda við­komandi í fangelsi eða hýða opin­ber­lega?“

Elín bendir á að við séum að glíma við veiru sem er svo pínu­lítil að hún sést ekki með mann­legu auga.

„Hún er ekki bara pínu­lítil heldur er hún komin út um allt og hún er bráð­smitandi. Eðli starf­semi sjúkra­húsa, sjúkra­flutninga, lög­gæslu, skóla, leik­skóla og öldrunar­stofnana er þannig að það er ekki hægt að lok, lok og læsa. Það er ekki hægt að sinna fólki í tveggja metra fjar­lægð. Það er ekki hægt að tala við fólk sem er heyrnar­skert með grímu fyrir and­litinu og úr dyra­gættinni. Þú þarft oft á dag að brjóta tveggja metra regluna. Þú þarft að faðma, bera, styðja við, leiða, snerta oft á dag. Ná­lægð eykur smit­hættu, við vitum það öll sem vinnum þessi störf en við höfum á­kveðið að taka þá á­hættu. Og á­hættan virkar á báða bóga.“

Elín segir að skjól­stæðingurinn þurfi að bera traust til heil­brigðis­starfs­fólks. „Og með grill­veislum eins og þessum er traustið brotið niður. Við mætum dag eftir dag, klæðumst grímum og hlífðar­búningum og pössum okkur eins og við getum en það þarf ekki nema eina ó­sýni­lega agnar­smáa kórónu­veiru agnar­ögn til að hið ó­hugsandi gerist, að við berum veiruna í skjól­stæðing. Veiran fer svo á flug en því miður liggur flug­leiðin yfir öldrunar­stofnun með ó­fyrir­sjáan­legum af­leiðingum.“

Elín kveðst að lokum vona að Land­spítali og starfs­fólk Landa­kots fái vinnu­frið til að kljást við þetta stóra verk­efni sem nú liggur fyrir höndum.

„Ég vona að fjöl­miðlar fari að pakka niður grillinu. Ég veit að starfs­fólk Landa­kots eru ekki veiru­sóðar og vondar mann­eskjur. Ég veit að skjól­stæðingar Landa­kots eru í góðum og öruggum höndum.“

Október er greinilega kjörtími fyrir grillveislur í fjölmiðlum. Steikin í dag var forstjóri Landspítala og starfsfólk...

Posted by Elín Tryggvadóttir on Mánudagur, 26. október 2020